Google now: Svar Google við Siri

Margir spekingar hafa verið að velta fyrir sér hvert verði svar Google við Siri. En hvað er Siri og hvernig ætlar Google að bregðast við.

Siri er í raun samansafn af þjónustum. Í fyrsta lagi notast Siri við talhlustun frá Nuance og tengir það inn í nokkrar þjónustur. Siri notar Wolfram Alpha til að fá upplýsingar og svara notendum þegar hún er spurð spurninga. Siri er einnig tengd inn í símann til að bæta við atburðum í dagskrána (calendar), nota tónlistarspilarann, sækja veður upplýsingar, hlutabréfafréttir og vefvafrann.

En hvaða Google þjónusta á Android verður sambærileg Siri. Í kynningu á Android 4.1 er aðeins rætt um Google now og endurhönnun á leitinni í símanum. Þessar breytingar gera leitina og grunnvirkni símans líkari því sem Siri býður upp á. Það má ekki gleyma að hægt er að gera margar skipanir nú þegar í símanum án þess að vera með Android 4.1 uppsett.

Google hleypti af stokkunum Knowledge Graph í maí en það sem fáir áttuðu sig á þegar það kom út er hvernig Knowledge Graph er hluti af því að gera svör Google snjallari. Þetta virkar þannig í nýrri leitarstiku Android að þú gerir munnlega fyrirspurn þá les Android upp svar sem kemur fyrst upp í Knowledge Graph. Fyrir vikið verður svarið hnitmiðaðra og virkar skuggalega líkt því og þegar Siri er spurð sambærilegra spurninga. Einnig heyrist það á munnlega svarinu frá símanum að talgervillinn sem síminn notast við er þónokkuð endurbættur.

Næsta sem Google kynnir til sögunnar er Google Now. Þessi þjónusta lærir á eiganda símans með því að fylgjast með hvaða leitir viðkomandi gerir og hvaða leiðir hann fer daglega til og frá vinnu sem dæmi. Ef ég er áhugamaður um enska boltann og geri leit að næsta leik með uppáhalds liði mínu, þá áttar Google Now sig á að þú viljir fylgjast með leikjum þessa liðs og bætir því við sem spjald sem tengist þér. Now mun þá í framtíðinni minna þig á leiki með liðinu þínu og halda utanum upplýsingar um stöðu þess og annað. Þetta gerist sjálfkrafa og með þessu lærir Now á áhugasvið notandans og passar að allar upplýsingar sem eru skipta hann máli eru til staðar.

Google kynnti þessar þjónustur ekki beint sem þjónusta eins og Siri en það sést langar leiðir að þetta eru fyrstu skrefin í að gera grunnvirkni Android ámóta því sem finnst í Siri. En vitað er að Google er að vinna að þjónustu sem hefur vinnuheitið Majel í höfuð Majel Roddenberry, en hún ljáði tölvum í Star Trek rödd sína og er kona Gene Roddenberry sem skapaði sömu þætti.

Því mun ég spá að á þessu eða næsta ári mun Google koma með þjónustu sem mun innvikla gervigreind ennfrekar og jafnvel fara að minna margtum á vísindaskáldskap eins og er að finna í Star Trek.

 

Simon.is á fleiri miðlum

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] símum frá Samsung. Jelly Bean mun meðalannars koma með Google Now sem við fjölluðum um hér og svo mun fylgja þessari uppfærslu Project Butter sem á að gera viðmótið á símanum […]

  2. […] 4.1.1 mun innihalda Google Now sem við fjölluðum um fyrir nokkrum mánuðu, uppfærslu á tilkynningargardínuna, uppfærslu […]

Comments are closed.