Roskilde og Rock Werchter öpp fyrir hátíðirnar 2012

Þeir sem eru svo heppnir að fara á Hróarskeldu í Danmörku eða Rock Werchter í Belgíu í sumar ættu hiklaust að kíkja á það sem official öppin hafa að bjóða. Ég er sjálfur að fara á Rock Werchter og verð að segja að ég er ofboðslega ánægður með appið. Roskilde appið hins vegar (eins og hátíðin sjálf) bliknar í samanburði við Werchter og hefur ekki næstum því jafn mikið af möguleikum.

Roskilde appið er mjög einfalt og takmarkað. Valmyndin gefur fjóra möguleika: Myndbönd, flytjendur, fréttir og deila uppáhalds. Ef smellt er  á artist þá fæst upp listi af þeim aragrúa af listamönnum sem koma fram á hátíðinni. Það er svo hægt að smella á listamennina og fá upp smá upplýsingar um flytjandann ásamt því að geta smellt á hjarta til þess að merkja við hann. Það eina flotta við appið er WiMP takkinn sem er hægt að ýta á hjá flytjendunum. Þá getur maður streymt lagi frá þeirri hljómsveit sem maður er með opna  beint í appið. Í news hlutanum er listi af fréttum tengdum hátíðinni. Fréttirnar eru af skornum skammti og venulega ekki nema ein til tvær línur. Videos hlutinn sýnir lista af myndböndum sem koma beint frá YouTube rás Roskilde hátíðarinnar. Tenglarnir vísa allir yfir á YouTube myndböndin og fer maður því úr appinu yfir í YouTube app eða vafra. Ég prófaði að setja nokkrar hljómsveitir sem „uppáhalds“ og fara svo í Share your favorites. Ég fékk þá upp Facebook síðu sem blikkaði inn og fór svo aftur í appið. Ekkert birtist á Facebook síðunni minni og ég sé ekki betur en að það hafi ekkert gerst.

Appið er afskaplega takmarkað og þurrt. Það er nánast ekkert notagildi í því, mögulega það eina sem væri hægt að nota það í er að lesa sér til um þá tónlistarmenn sem maður þekkir ekki og kynna sér þá með WiMP. Það er ekki einu sinni dagskrá! Því til varnar þá er þetta ekki opinbert (e. official) app frá hátíðinni.

Rock Werchter 2012 appið er hins vegar styrkt af hátíðarhöldurum og gefið út af fyrirtækinu Appmiral. Valmyndin er strax þægilegri og flottari en í Roskilde appinu og það eru töluvert fleiri möguleikar. News hlutinn er mun betri en á Roskilde appinu, þar eru fréttir frá hátíðarhöldurum í lista sem er hægt að opna. Á þeim er einskonar „like“ takki eins og á Facebook og maður getur skrifað ummæli um fréttirnar og skoðað frá öðrum. Það sem er mjög flott við þennan hluta er að það er líka hægt að fá upp Twitter feed þar sem öll tweet merkt #RW12 birtast beint í appinu. Þriðji möguleikinn býður svo upp á myndir frá hátíðinni. Ég veit ekki hvaðan myndirnar koma en þær sýna allskonar plaggöt og ýmsar myndir frá fyrri hátíðum.

Schedule hlutinn er mjög þægilegur, þar fær maður dagskránna fyrir hvern dag í lista. Þeir eru flokkaðir eftir sviðum og tímasetningum og sýna tónleika sem skarast á. Þar er hægt að stjörnumerkja þær hljómsveitir sem maður vill sjá og birtast þær þá í Favorites glugganum. Dagskráin sem maður stjörnumerkir birtist þar inni og þar er hægt að sjá sína eigin dagskrá. Þetta er virkilega þægilegt og held ég að flestir sem ná í þetta app muni nýta sér þetta. Það er þó stór galli í Android útgáfunni af appinu sem ég rak augun í. Dagarnir í listunum eru rangir, hátíðin byrjar þar á miðvikudegi þegar hún byrjar í rauninni á fimmtudegi. Ég saup hveljur þegar ég hélt að myndi missa af Cypress Hill, en gat þó róað mig þegar að mér var tjáð að hátíðin byrjaði á fimmtudegi. Það eru í rauninni þrjár útgáfur af dagskránni í appinu, þar sem þriðja útgáfan kemur fram á Stages hlutanum. Þar fær maður dagskrá eftir sviði og getur séð stjörnumerktar hljómsveitir.

Artist hlutinn er frekar þægilegur, þar er hægt að fletta í gegnum alla flytjendur hátíðarinnar og séð hvar og hvenær þeir eru að spila. Einnig er hægt að stjörnumerkja þá til þess að fá upp í favorites. Ef smellt er á flytjandann kemur upp mynd og texti um hljómsveitna. Maður fær einnig upp fjóra takka sem vísa á heimasíðu, Facebook, Twitter og YouTube síður flytjandans. Það er frekar þægilegt og gefur færi á að kynnast hverjum flytjanda betur. Á practical síðu appsins er hægt að fletta upp ýmsum praktískum upplýsingum eins og hvar hátíðin er og hvernig maður getur komist þangað.

Eitt það besta við þetta app að mínu mati er Friends hlutinn. Þar er hægt að tengja sig í gegnum Facebook og fundið vini sína sem eru að fara á hátíðina. Þar er hægt að skoða favorites listana þeirra og borið saman við sinn eigin. Þar er einnig hægt að sjá staðsetningu þeirra á hátíðarkortinu séu þeir með kveikt á location í símanum sínum. Það mun án efa koma að mjög góðum notum þegar maður er búinn að týna vinum sínum á fjölmennum tónleikum. Kortið er reyndar ekki komið inn í appið ennþá, en það mun koma í næstu uppfærslu.

Ég mun án efa nota þetta app mikið þegar ég verð á hátíðinni. Notagildið er gríðarlegt og þá sérstaklega persónulega dagskráin og vina hlutinn. Appmiral hannaði líka app síðast árs og munu vonandi hanna það á næsta ári líka, þar sem að appið er mjög vel hannað. Ég lenti í því með Roskilde appið að það vildi bara alls ekki opnast á mínum síma (Galaxy Nexus sem keyrir á Android 4.0.4) en fékk að til þess að virka á öðrum síma sem var á 4.0.1. Það er því augljóslega ekki næstum því jafn mikill metnaður á bak við Roskilde appið, en á móti kemur ekki nærri því jafn mikið fjármagn. Ég mæli með því að þessi aragrúi af Íslendingum sem eru á leiðinni á Werchter nái sér í appið og notfæri sér það. Þeir sem fara á Hróarskeldu geta alveg eins sleppt því að ná í Roskilde appið og náð sér í bækling.

Roskilde appið má nálgast á og App Store
Werchter appið má nálgast á  og App Store

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] frá því í fyrra alveg í gegn, bæði útlistlega og efnislega. Þeir hafa mögulega fengið einhverjar hugmyndir frá Werchter appinu eða öðrum tónleika öppum, en það er allt annað að sjá appið fyrir hátíðina í ár. […]

Comments are closed.