Flight+ gæti einn daginn orðið ómissandi [Umfjöllun]

Ef eitthvað er satt um okkur Íslendinga þá er það að við ferðumst um. Fyrir flest okkar er það ekkert stórmál að fljúga til útlanda og kom það mér sjálfum á óvart þegar ég komst að því hversu margir af vinum mínum í USA áttu ekki vegabréf.

En það getur verið ömurleg reynsla, þrátt fyrir að sumir bendi manni á að við eigum að muna hversu stórt kraftaverk þetta er (video). Eitt af því sem hefur farið í taugarnar á mér, en ég ferðast í það minnsta 4 sinnum á ári um einhverja flugvelli í veröldinni, er að finna út hlíð, terminals, áætlanir, og annað varðandi mín flug.
Flight+er alveg einstaklega skemmtilegt app sem hjálpar til við allt þetta og fleira. Í raun er appið eins og beintengt upplýsingaskilti fyrir öll flug á hnettinum ásamt góðum bónus í því að sjá mismiklar upplýsingar um flugvelli.Þú getur einnig skráð inn þín eigin flug og fengið upplýsingar um seinkanir og annað beint í símann hjá þér. Reyndar grunar mig að það virki eins og er í USA, þar sem ég fékk engar tilkynningar um breytingar á hliðum eða seinkunum í Shanghai eða Tianjin flugvellunum í Kína.

Margur vinur minn á fésinu er greinilega skráður í Tripit, sem er annað þrælsniðugt kerfi fyrir tíða ferðalanga. Það er hægt að sækja upplýsingar þínar um flug í Tripit frá Flight+ appinu, þó svo mér virðist sem þetta sé ekki sjálfvirkt og þurfi að gera handvirkt í hvert skipti. Flight+ er mjög sniðugt app þó svo ég telji að það megi nú bæta ýmislegt.

Það er frekar ruglingslegt að flakka á milli skjáa þar til maður fer að átta sig á því hvernig hönnuðurnir hafa hugsað sér þetta. Einnig er ljóst að þó svo þeir lofi rauntíma og upplýsingum um seinkun að það virkar ekki allstaðar, og því frekar hæpið eins og er að treysta á Flight+. En persónulega finnst mér þetta lofa góðu og sé fyrir mér að ég muni einnig nota þetta þegar ég ætla að sækja fólk út á flugvöll. Í staðinn fyrir að þurfa leita að vefsíðu flugvallarins þá er þetta allt innan í einu appi.

  • Stýrikerfi: iOS
  • Verð: $2.99
  • Einkunn: 6 af 10

Simon.is á fleiri miðlum