Dominos appið

Núna um daginn gaf Dominos á Íslandi út app fyrir Android síma en iPhone útgáfan kom út fyrir nokkru. Appið er hannað af Stokki sem hefur komið með mörg flott öpp undanfarið.

Þegar kveikt var á appinu í fyrsta sinn kom upp tilkynning um að enginn Dominos staður væri opinn enda var klukkan tæplega 9 um morguninn. Þegar appið opnast koma upp tveir valmöguleikar; hvort notandinn vilji sækja eða fá sent. Auk pöntunarglugganns eru 2 aðrir gluggar en það er Pizzavaktin þar sem notandi getur fylgst með pöntuninni sinni og svo Staðir þar sem hægt er að sjá staðsetningu Dominos staða.

Ég valdi að sækja og var þá beðinn um að samtengja appið og símann, ég skrifaði inn númerið sló inn staðfestingarkóðann  frá Dominos. Eftir að skráningunni er lokið get ég valið hvert á að sækja pizzuna. Ef heimsending er hinsvegar valin þarf að staðfesta hvert senda á pizzuna. Þegar haldið er áfram getur notandinn valið hvort hann vilji velja Tilboð eða Búa til sína eigin pizzu.

Notandinn getur einnig valið sér pizzu af matseðli, meðlæti eða drykki ef tilboðin henta ekki. Þegar búið er að velja allt sem notandinn ætlar að panta er ýtt á  myndina af körfuni efst til hægri þar sem gengið er frá pöntuninni. Pizzavaktin leyfir notanda svo að fylgjast með stöðu pöntunarinnar í rauntíma, sem getur verið fín afþreying þegar hungrið hefur gjörsamlega tekið yfir.

Undir Staðir er svo hægt að sjá hvar næstu Dominos staðir eru. Þetta app er glæsileg viðbót þau íslensku öpp sem komið hafa út nýlega. Appið virkar vel, er þægilegt í notkun og höfum við hjá Simon.is mikla  trú á að það eigi eftir að fá mikla  notkun hjá snjallsímaþjóðinni.

Sækja fyrir iPhone ,

 

 

 

Simon.is á fleiri miðlum