Breyttu vinum og vandamönnum í uppvakninga

Það hafa flestir snjallsímanotendur fiktað í Fatbooth eða gert kærustuna sína sköllótta (klassík). Færri hafa breytt kærustum sínum í uppvakning, en það er auðveldlega hægt með hjálp appsins ZombieBooth. Ég setti upp ZombieBooth og fékk að smella af einni mynd af kærustu bróðir míns. Henni var vægast sagt brugðið þegar hún sá afraksturinn, en krafðist þó að ég myndi henda myndinni inn á Facebook. Ef smellt er á skjáinn eftir að einhver hefur verið vakinn upp frá dauðum, mun uppvakningurinn urra á og bíta þig. Ömmu fannst það ekkert fyndið.

Eitt stykki kærustu breytt

 

Ekki bara er hægt að vekja fólk upp frá dauða, heldur einnig hin ýmsu gæludýr.

Ég vissi að kettir væru illir

 

ZombieBooth er ókeypis inn á og ætti að virka á flestum símum. ZombieBooth er einnig til fyrir iPhone.

 

 

 

 

 

Simon.is á fleiri miðlum