112 Iceland appið getur komið sér virkilega vel – Myndband

Nýverið fjölluðum við um útgáfu 112 Iceland appsins (sjá hér). Appið er algjör nauðsyn fyrir ferðafólk sem vill geta gefið Neyðarlínunni upp staðsetningu sína þegar ferðast er um landið, til að auðvelda leit björgunarsveitanna ef til þess kemur.

Nytsemi appsins er þó mun meiri en margan grunar, því það er einnig hægt að nota appið til að losna af leiðinlegum fundum, vandræðalegum stefnumótum og svo auðvitað til að komast út úr fangelsi þegar djammið fer aðeins úr böndunum.

[youtube id=”IDAMKIxq0g4″ width=”600″ height=”350″]

 

Athugið þessi grein er í flokknum „Föstudagsflipp“. Simon.is beinir þeim tilmælum til allra að nota 112 Iceland appið af ábyrgð og nota einungis neyðarboð þegar þess gerist þörf.

 

Simon.is á fleiri miðlum