Myndir af nýjum iPhone leka á netið

 

 

 

 

 

 

Fyrstu almennilegu myndirnar hafa nú lekið af hinum margumrædda “næsta” iPhone en þetta ferðast nú eins og sinueldur um netið. Myndirnar sýna okkur er að síminn mun greinilega skarta álbakhlið sem er breyting frá hönnun iPhone 4 og 4S. Það áhugaverða við þessar myndir er að apple virðist ætla að breyta um vöggutengi (dock connector) og minnka það til muna.

 

 

 

 

 

 

Síminn verður líklega seldur í svörtum og hvítum lit og virðist sem miðja símans verði úr áli á meðan toppur og botn úr einhversskonar plastefni. Litasamsetningin með hvítum og állitnum annars vegar og svörtum og “charcoal” hinsvegar koma alveg einstaklega fallega út.

Fylgist með á Simon.is því við munum fjalla nánar um nýja iPhone um leið og við fréttum meira.

Heimildir:
The Verge
9to5mac.com

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] í fyrra. Það er því löngu orðið tímabært að Apple uppfæri iPhone og miðað við myndir sem láku nýlega á netið þá er líklegt að Apple er komið langt með að hanna nýjan síma. iPhone 3G, 3GS og 4 voru […]

Comments are closed.