Hart stríð um einkaleyfi
Jú, það virðist sem að helvíti hafi frosið í seinustu viku. Suður-Kóreski raftækjaframleiðandinn Samsung fékkst til að fækka einkaleyfismálsóknum sínum úr 75 málum niður í 15 mál og á móti fékkst Apple til að fækka sínum málum niður í 8 mál sem eru enn óleyst. Þetta þykir athyglisverður punktur í sögunni endalausu um einkaleyfin en baráttu er á engann hátt lokið og fara kærurnar fyrir dómara í Norður-Kaliforníu 30.júlí næstkomandi.
Nýjasti Samsung Galaxy síminn, Galaxy SIII, er einmitt talinn vera sérstaklega hannaður til að brjóta engin einkaleyfi frá Apple. Samsung og Apple eru einmitt nátengd þar sem Samsung framleiðir stóran hluta af innvolsinu í vörum Apple eins og iPhone og iPad.
Heimild:
http://www.engadget.com/2012/05/08/apple-and-samsung-finally-agree-to-drop-a-plethora-of-claims-fr/