Google og Oracle

Eins og við höfum farið í áður eru flest öll fyrirtækin sem starfa við snjallsíma að kæra hvort annað fyrir ýmis brot á einkaleyfum.

Oracle kærði Google fyrir einhverju síðan út af misnotkun á einkaleyfum fyrir Java sem Oracle eignaðist með kaupum sínum á Sun Microsystems árið  2010.. Oracle vildi meina að Java væri í samkeppni við Android og að Google sé að þróa Android stýrikerfið með Java án þess að hafa leyfi frá Oracle (Sun á þeim tíma).

Oracle kærði Google fyrir þessi not sín á Java við þróun Android og krafðist 6.1 milljarðar dollara, en Oracle keypti Sun fyrir um 7.4 milljarða. Þetta eru svakalegar tölur og með þessu væru kaupin á Sun búin að borga sig upp með einu kærumáli.

Málaferlið hefur núna verið í um sex vikur fyrir dómstólum þar sem helstu stjörnulögfræðingar Bandaríkjanna hafa komið saman og flutt mál sitt. Fyrr í mánuðinum var leitt í ljós að Google hafði stolið níu runum af kóða frá Oracle og því sakfellt að hluta, en málið hélt áfram fyrir dómstóla þar sem kviðdómurinn var ekki sammála um hvort að notkun Google teldist sem “fair use”. Google krafðist þess að málið væri dæmt af þar sem kviðdómurinn gat ekki komið sér saman um þetta lykilatriði. Dómarinn hélt þó áfram að fjalla um restina af kærunum og þyrfti því að skoða betur seinna hvaða skaðabætur ef einhverjar Oracle fengi.

Oracle var þá komin með aðra hendina nánast yfir poka með nokkrum milljónum dollara, en dómsmálinu var ekki lokið.

Google vildi meina að Android stýrikerfið væri í grunninn ekki háð þeim einkaleyfum sem Oracle vildi meina að Google hefði notfært sér við hönnum stýrkerfisins.

Andy Rubin yfirmaður farsíma mála hjá Google tók það fram að þegar verkfræðingar væru að skrifa kóða fyrir Android sem og önnur forrit væri ekki aðalatriði hjá þeim að skoða einkaleyfaskrá Bandaríkjanna, verkfræðingar væru ekki lögfræðingar. Forstjóri Sun, Jonathan Schwartz, hafði gefið út yfirlýsingu að Android stýrikerfið þyrfti ekki að fá leyfi til að notfæra sér Java við þróun stýrikerfisins, þar sem Java var opinn hugbúnaður. Sun sá gróða í því að Google myndi þróa snjallsíma sem byggðist á Java og að notkun myndi aukast mikið í kjölfarið,sem myndi á endanum skila sér í kassann hjá Sun.

Kviðdómur komst að því svo um daginn að Google hafði með notkun á kóðanum ekki stolið neinu frá Oracle þrátt fyrir einhver not sín á kóðum frá þeim. Svakalegum fjárhæðum hefur því verið eytt í þetta dómsmál. Oracle getur þó tekið málið upp sem mun koma í ljós hvort gerist í nánustu framtíð. Áhugaverðast við þetta dómsmál er þó en eftir að koma í ljós sem  flestir bíða spenntir eftir það er,  hvort að það sé í raun hægt sé að eiga einkaleyfi á viðmóti (API).

 

Heimildir:

http://news.cnet.com/8301-30684_3-20013546-265.html

http://news.cnet.com/8301-1001_3-10223044-92.html

http://www.forbes.com/sites/timworstall/2011/06/19/oracle-sues-google-or-how-to-get-a-computer-company-for-free/

http://www.reuters.com/article/2012/04/30/us-oracle-google-trial-idUSBRE83T18K20120430

http://articles.businessinsider.com/2012-05-07/tech/31605573_1_copyright-liability-google-android

http://news.cnet.com/8301-1035_3-57420304-94/former-sun-ceo-says-googles-android-didnt-need-license-for-java-apis/

http://arstechnica.com/tech-policy/2012/05/google-v-oracle-no-patent-infringement-found/

 

Simon.is á fleiri miðlum