GetGlue – Sýndu vinum hvað þú ert að bauka


Ert þú ein(n) af þeim sem vilt deila öllu sem þú gerir með umheiminum. Nú geturðu hreinlega deilt allri þinni afþreyingu með  appinu GetGlue sem fæst frítt á og App Store.

Appið er líkt öðrum “check-in” öppum á markaðnum en GetGlue á aðeins við þína eigin afþreyingu.

Segjum að þú liggir uppi í sofa að horfa á Forrest Gump og fáir allt í einu löngun til að deila því með vinum þínumþ Þá opnarðu bara GetGlue og getur þá checkað þig inn. Þar getur maður fengið verðlauna límmiða (e. sticker) fyrir eða tekið þátt í virkum umræðum um myndina á sér spjallþræði.

 

 

 

 

 

 

 

Appið leyfir þér að checka þig inn á sjónvarpsþætti, kvikmyndir, tónlist, lestur, tölvuleiki og það sem þú ert að hugsa um.

Þegar þú ert svo búinn að velja afþreyingu þá geturðu valið það hvort þú dreyfir því með viðeigandi kommenti á Facebook, Twitter eða FourSquare.

Svo er bara að keppa við vinina um að checka sig inn á afþreyingu vikunnar og reyna að ná efsta sæti í öllum flokkum meðal vina.

 

Simon.is á fleiri miðlum