Fleiri öpp frá Facebook – Sérstakt myndavélaapp

Það er greinilegt að Facebook er á fullu að reyna ná stjórn á appmarkaðnum. Fyrir utan að hafa keypt fyrirtæki sem framleiða góð öpp t.d. Instagram, þá hafa þeir á innan við einni viku send frá sér tvö ný öpp. Það fyrra er Facebook Pages sem, eins og nafnið segir til um, hjálpar við stjórnun á Facebook síðum (Pages). Það síðara heitir Facebook Camera og er sérstakt app til að setja inn myndir á Facebook. Þessi tvö öpp bætast við Facebook og Facebook Messenger öppin sem voru þegar komin á markað.

Ég renndi fljótt í gegnum bæði öppin til að sjá hvort eitthvað væri varið í þau.

Facebook Camera

Þetta glænýja app frá milljarðamæringunum hjá Facebook er frekar furðulegt fyrirbæri. Hér er um einfalt myndaapp að ræða þar sem þú getur skoðað myndir frá Fésbókar vinum þínum (í raun bara newsfeedið einungis með myndapóstum) og hlaðið upp myndum frá símanum þínum. Framsetninginu er svipuð og Instagram en tekst samt að vera örlítið ruglingleg, allavega fyrstu mínúturnar. Svipað og með Instagram eru nokkrir filterar sem betrumbæta (kannski) myndirnar þínar.

Langstærsti kosturinn, og sá sem gerir það að verkum að ég mun nýta mér þetta app, er að þú getur valið margar myndir í einu til að upploada. Undanfarið hef ég verið duglegur að Instagramma, en hef lítið sem ekkert uppfært Fésið mitt með venjulegum myndum t.d. frá ferðalögum. Það var einfaldlega of mikil vinna. Með þessu appi er mun auðveldara að velja nokkrar myndir og skella þeim öllum í einu á Facebook.

Þessi tímasetning er svolítið sérkennileg hjá Facebook. Furðulegt að eyða öllum þessum pening í Instagram og koma svo með því sem næst nákvæma (þó lélegri) útgáfu af appinu sjálfir. Það hefði verið gáfulegra að sleppa fyrirfram ákveðnum filterunum og bæta kannski við meiri myndastillingum í staðinn. Einnig eru smá gallar á þessu appi, eins og að like og comment takkarnir eru yfir myndunum, sem ætti auðvitað ekki að vera.

Eins og er fæst appið bara í USA app store en það verður væntanlega fáanlegt víðar innan skamms. Facebook Camera í app store. Vel þess virði að prufa enda frítt!

  • Stýrikerfi: iOS
  • Verð: Frítt
  • Einkunn: 6 af 10

 

Facebook Pages

Þetta app var alveg bráðnauðsynleg viðbót fyrir þá sem eru með sér síður á Facebook, t.d. fyrir fyrirtæki eða félagskap. Hingað til hefur verið vonlaust að uppfæra neitt af viti í gegnum aðal appið þeirra, en með Facebook Pages er allavega búið að koma því í kring. Hér hafa þeir farið nokkuð rétt að með því að byrja einfalt og sjá svona hvað notendur vilja í framhaldinu. Þú getur uppfært síðurnar þínar, séð tölulegar upplýsingar og það sem kannski er best: brugðist við athugasemdum og póstum um leið og þeir berast. Ég rek um 6 mismunandi síður (misvel) og hef samt voða lítið við þetta app að gera. Einungis þeir sem þurfa að uppfæra svona síður á hverjum degi mun finnast þetta gagnlegt. Í raun mundi vera mun gáfulegra að bæta þessum möguleika við aðal appið frekar en að hafa alveg sér app – en það kannski kemur síðar.

Facebook Pages i app store

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] í Facebook). Í framhaldi af kaupunum fór Facebook að vinna að því að koma Instagram inn í kerfið sitt. Google+ sáu að til þess að ná í fleiri af þessum kaffimyndum inn á vefinn hjá sér […]

Comments are closed.