Eurovision appið!

Senn líður að því að við Íslendingar vinnum Eurovision söngkeppnina. Ég vil geta notað snjallsíma og/eða spjaldtölvu til að fá ýmsar upplýsingar á meðan keppninni og stigagjöfinni stendur og hef trú á því að ég sé ekki einn um það. Þess vegna fór ég á stúfana og kynnti mér helstu Android öppin sem eru í boði fyrir keppnina.

Það kom mér því á óvart þegar ég googlaði “Eurovision app 2012” að einungis voru til óopinnber öpp, sem aðdáendur keppninnar hafa búið til. Ég leitaði einnig á play.google.com og fann þar nokkrar lausnir. Fyrsta appið sem ég prufaði heitir European Song contest 2012 eftir George Kiefer. Þetta glæsilega app inniheldur upplýsingar af heimasíðu keppninnar, um keppendur og keppnisstaðinn. Þetta er gjörsamlega tilgangslaust app. Samkvæmt umfjöllunum er appið með leiðinda auglýsingar, sem ég tók ekki eftir þar sem ég henti appinu um leið og ég sá hversu slæmt það var.

Næsta app sem ég skoðaði heitir European 2012 song contest eftir Khayyam og inniheldur myndir af keppendum og bara myndir af keppendunum. Þær eru jú flottar en ég sé ekki tilganginn í að vera með þær í símanum.

Eurovision 2012 video player eftir QUO?TE developers bíður upp á lokaframlag hverrar þjóðar fyrir sig í stórfenglegri háskerpu upplausn. Þetta er lang vinsælasta Eurvision appið á Android markaðnum. Þetta er ekki app fyrir mig því ég sé ekki tilganginn að vera með öll myndböndin í símanum mínum.

Ég hef gaman af Eurovision en þó aðallega stigagjöfinni og þeirri stemmingu sem myndast í kringum hana. Einnig hef ég gaman af  þeim þjóðum sem senda einhverja trúða. Ég trúi því enn að Ísland hefði átt að senda Botnleðju í Eurovision og í framhaldinu hefði þjóðin farið á hausinn mikið fyrr en hún gerði.

Opinbera Eurovision appið er bara til fyrir iOS tæki. Við hjá Simon.is munum að sjálfsögðu fjalla um það fljótlega.

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] gær sögðum við ykkur frá nokkrum Eurovision öppum fyrir Android. Nú kynnum við Eurovision spurninga-app sem er einungis til fyrir iOS tæki eins og er. Appið […]

Comments are closed.