Draw Something uppfærsla – Nú getur appið sent sms úr símanum

Draw Something, eitt vinsælasta appið í dag á Android og iPhone, var nýverið keypt af samfélagsleikjafyritækinu Zynga sem hefur fært okkur Facebookleiki eins og Farmville, Cityville, Mafiwars sem og keypt leiki á borð við Word with friends sem við fjölluðum um í ágúst í fyrra.

Zynga keypti Draw something af OMGPOP á 180 milljónir bandaríkjadollara. Allt gott með það að segja fyrir utan nýjustu uppfærslu Zynga á leiknum.

Aðgangsheimildum leiksins í Android tækjum hefur verið breytt þannig að appið hefur nú heimild til að senda sms úr símanum án þess að þú vitir af því. Ekkert er hægt að gera til að koma í veg fyrir þetta nema að eyða leiknum úr símanum, sem margir hafa gert til að mótmæla þessari uppfærslu.

Um aðgangsheimildir appsins segir á 

SERVICES THAT COST YOU MONEY
SEND SMS MESSAGES
Allows the app to send SMS messages. Malicious apps may cost you money by sending messages without your confirmation.

Allavega virðist fólk mjög ósátt með þessa uppfærslu og hefur látið Zynga vita hvað því finnst. Hvað finnst þér um þetta?

 

Simon.is á fleiri miðlum
1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] spilaða farsímaleik heims, Draw Something. Það hafði haldið harðri hendi lengi eða þar til Zynga gerði í brók með óvinsælum […]

Comments are closed.