Allt um Eurovision 2012 með Eurovision – Voting appinu

Með Eurovision fylgir slatti af varningi og hefur núna í annað skipti verið gefið út app fyrir keppnina á apple market.

Appið er skemmtilega uppbyggt og er voðalega einfalt í notkun. Því er skipt í nokkra flokka sem eru: fréttir, keppendur og kosningar.

Fréttaflokkurinn sendir mann beint inná eurovision.tv síðuna inni í appinu og þar getur maður einfaldlega séð allt um keppnina.

Á eftir fréttunum er sér flokkur undir keppendurna þetta árið og undir hverjum keppanda er hægt að sjá ítarlegar upplýsingar um lagahöfunda, sjá myndbönd af lögunum og fleira.

Appið verður svo fyrst almennilega áhugavert þegar það bíður okkur uppá að kjósa topp 3 lögin að eigin vali og senda þau inn sem partur af netkönnun um hver vinnur keppnina. Í dag eru flestir sem telja að Loreen frá Svíþjóð hljóti fyrstu verðlaun.

Eina sem fór í taugarnar á mér með kosningarflokkana var það að við deilingu á facebook kemur auglýsingarugl inní þetta og segir meðal annars á facebookveggnum mínum að ég sé að reyna að vinna einhvern ipad sem er bara bull.

En appið er fínt fyrir alla eurovisionaðdáendur þarna úti og ég mæli með að fólk með ipad kíki á þetta fyrir laugardaginn.

 

http://itunes.apple.com/app/eurovision-voting-contest/id526308656

 

Frá okkur í Símon segi ég góða helgi og Gleðilegt Eurovision!

 

Simon.is á fleiri miðlum