Uppgötvaðu nýja tónlist með 8tracks appinu

 

8tracks er netþjónusta sem hefur verið til frá árinu 2008 og gefur notendum sínum sem og almenningi að nálgast lagalista annara á mjög auðveldan og þægilegan hátt. Um er að ræða netútvarpsþjónustu sem hefur verið að vaxa gífurlega úti undanfarið líkt og Pandora, Spotify og fleiri. Ég hef persónulega notað þessa þjónustu í 2 ár og finnst hún algjör snilld.
8tracks hefur nú gefið út app fyrir þessa þjónustu sína og hefur það fengið nokkuð örar uppfærslur undanfarið og er bara að verða betra og betra. Hægt er að nálgast appið á , App store og WindowsPhone marketplace.

Appið er frekar einfalt í hönnun og birtir það á forsíðu sinni heitustu lagalista í augnablikinu og hægt er að velja lista þar eða hreinlega valið viðeigandi “tag” eftir þínum eigin tónlistarsmekk líkt og “chill”, “sleep”, “study” eða “workout”. Um fjölda tagga er að ræða svo nóg er um að velja.
Það sem ég elska við þetta app er að það er mjög auðvelt að ná sambandi við þjónustuna í gegnum 3g netið hérna heima og maður er endalaust að uppgötva nýja tónlist með því að hlusta á lista annara.
Snilldar hugbúnaður hér á ferð sem á heima á öllum símum tónlistarunnenda.
Simon.is á fleiri miðlum
1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] 8tracks er frábært app sem ég nota mikið þegar ég er á ferðinni. Það virkar frábærlega þegar ég er með kveikt á 3G  og gefur frá sér flottan hljóm. Appið gefur manni möguleika á að velja ákveðna playlista sem annað fólk hefur búið til, allt frá danslögum niður í rólegheit. Finna má grein um 8tracks hér. […]

Comments are closed.