Where's my water? – Leikur

[youtube id=”8kYN2jUQzAY” width=”600″ height=”350″]

Where”s My Water? er skemmtilegur þrautaleikur frá Disney og svipar hann mikið til leiknum Incredible Machine. Markmiðið í þessum leik er að aðstoða krókódílinn Swampy við að fara í hreina sturtu.  Það er þó talsvert auðveldara að segja það en að gera það þegar kemur að því að koma vatninu í sturtuna hjá honum Swampy. Leiðslan að sturtunni hans er nefnilega brotin og leynast margar hættur við að koma vatninu á réttan stað. Ýmsar tegundir eiturefna og gróður koma í veg fyrir að sturtu ferðin hjá Swampy heppnist en þú þarft að sjá til þess að hreina vatnið komist á réttan stað.

Í leiknum þarf notandinn að notfæra sér þyngdaraflið þegar kemur að því að koma vatninu á réttan stað því jú allt sem fer upp, verður að fara niður. Þarf því að hugsa vel um hvernig vatnið muni renna og hvort hægt sé að notast við einhverja hluti í hverju borði fyrir sig til að aðstoða við fall vatnsins, hvort það sé að láta tvo vatnsstrauma mætast, notfæra sér hina ýmsu ventla við að mynda þrýsting til að fá vatnið til að skjótast eitthvert eða aðra af þeim mörgu hlutum sem notandinn fær sér til að aðstoðar.

Gaman er að segja frá því að nú um daginn var 25 billjónasta appinu niðurhalað hjá Apple App store og var það fría útgáfan af Where”s My Water.

En það eru tvær hliðar að hverri sögu og er þessi leikur engin undantekning því hægt er að spila leikinn frá sjónarhorni Cranky. Krókódíllinn Cranky nýtur þess að lifa lífinu í holræsinu og er ekki á sama máli og Swampy um að fara í hreina sturtu, hann er spenntari fyrir því að finna sér eitthvað að éta í holræsinu. Baráttan að finna sér eitthvað að éta reynist heldur erfið fyrir Cranky í holræsinu en maturinn hans er útataður í einhverjum grænum gróðri sem Cranky líst ekkert á. Eins og hjá Swampy þarf að aðstoða Cranky við að borða matinn sinn en til þess nægir ekki hreint vatn, Cranky þarf að fá eitrað vatn til að hreinsa gróðurinn af matnum sínum.

Í hverju borði eru þrjár endur sem þarf að fylla af vatni eða eitruðu vatni, fer eftir því hvort maður sé að aðstoða Cranky eða Swampy. Endurnar hjálpa svo til við að leysa út nýja “heima” ef svo má kalla þá, en einnig kemur það fyrir í sumum borðum að maður þurfi að finna falda hluti einhverstaðar í borðunum

Hérna á ferðinni er skemmtilegur þrautaleikur sem við mælum eindregið með að fólk kíki á. Simon gefur leiknum 3 stjörnur af 4 mögulegum!

 

Hægt er að fá leikinn á $0.99 í Android .
Hægt er að fá leikinn á $0.99 í Appstore.
Simon.is á fleiri miðlum