Sketchbook Mobile – Gaman að krota

[youtube id=”GmC0WUf4dr8″ width=”600″ height=”350″]

Ég prófaði þetta app fyrst á iPad hjá félaga mínum og skemmti mér konunglega við að krota með puttunum. Það kom mér á óvart hversu vel myndirnar komu út. Um daginn ákvað ég svo að kaupa það á útsölu hjá Play verslun Google. Þegar kveikt er á forritinu opnast upphafsmyndin og færir þig svo fljótt inn í hvítan flöt með einu hjóli neðst. Þegar ýtt er á hjólið opnast allir þeir möguleikar eru í boði. Pennar, burstar, spreybrúsar, stafir sem og hin ýmsu form og munstur, ýmsir litir og sýnileiki hvers tóls sem listamaðurinn ákveður að nota við sköpun sína. Eins og í öllum almennilegum teikniforritum er hægt að fylla hverja reiti fyrir sig með þeim litum er henta best hverju sinni  og er hægt að stækka upp myndir þar til listamaðurinn er farinn að lita hvern og einn pixel í myndinni, það er að segja allt upp í 2500% stækkun. Til að stækka myndina og smækka þarf að nota báða putta á skjáinn og draga þá annað hvort saman eða í sundur, þetta þarf að passa þegar verið er að skapa listaverkin því það er frekar auðvelt að færa myndina óvart í eitthvað rugl þegar maður er að reyna að vanda sig.

Í kringum hjólið koma upp grunn valmöguleikar þegar maður er að krota. Valmöguleikarnir eru gífurlega margir og í raun það eina sem takmarkar er hugurinn, sem og stærð skjásins. Ég mæli eindregið með því að þið notið þetta á spjaldtölvu eða á síma sem hefur góðann skjá með næmt snertiskyn. Það er mjög auðvelt að læra á alla möguleika appsinns og eftir nokkrar tilraunir við að fikta verður listamaðurinn kominn með allar helstu skipanir og tól á hreinu.

 

Ég þarf þó að taka það fram að ég er enginn listamaður en hef gaman af því að krota og á þetta app því mjög vel við mig, en með þessu appi er hægt að skapa hin ýmsu undur. Það eina sem þarf er áhugi og tími. Það má því segja að þetta app sé fullkomið fyrir alla sem hafa gaman af listrænni sköpun.

Það reynist mjög auðvelt að týna sér í þeirri gleði að teikna og verða fljótt leiðinlegur félagsskapur, því mæli ég ekki með að nota þetta app í kringum annað fólk nema verið sé að rissa upp mynd af viðkomandi.

 

[youtube id=”WkqziN8F8oM” width=”600″ height=”350″]

 

 

 

http://itunes.apple.com/us/app/sketchbook-mobile/id327375467?mt=8

 

Simon.is á fleiri miðlum