Samsung sendir út boðskort

Samsung hefur nú sett dagsetningu fyrir kynningu á nýju Galaxy símtæki og vonandi þá Galaxy SIII! Dagurinn verður 3.maí næstkomandi og verður kynningin haldin í London. Það er ekki víst að Samsung sé að kynna Galaxy SIII en allt bendir til þess. Samsung vildi halda kynningu á fyrri hluta árs og vera með sína eigin kynningu.

Boðskortið

Galaxy SIII á líklega að vera með fjórkjarna örgjörva, 2GB vinnsluminni, Android 4.0 með TouchWiz, 4,7″ skjá með 720p upplausn og hertu gleri frá Corning (Gorilla glass). Síminn mun vonandi verða verðugur arftaki Galaxy SII. Simon.is mun fylgjast grannt með þessu og láta ykkur vita stax og við vitum meira!

Hér smá sjá nokkra mögulega “leka” og “concept” hönnun frá öðrum en Samsung.

Heimildir

http://www.phonearena.com/news/Mock-up-time-Galaxy-S-III_id28433#1-Mock-up-#1—October-10,-2011

http://www.concept-phones.com/samsung/samsung-galaxy-s3-render-360-degree-view-device-video/

Simon.is á fleiri miðlum