Pebble: framtíðar úr fyrir Android og iPhone

http://www.youtube.com/watch?v=2FdaCxMcw_Y

Nýlega var nýtt verkefni sem kallast Pebble sett inn á fjármögnunarsíðuna Kickstarter. Það er í stuttu máli úr sem tengist með Bluetooth yfir í Android eða iPhone snjallsímann þinn og gerir þér kleift að fylgjast með símtölum, smsum, tölvupóstum og Facebook / Twitter  tilkynningum ásamt því að geta stjórnað tónlist og fleiru í símanum. Úrið er með e-paper skjá og það er hægt að setja sérstök öpp inn á úrið sjálft.

Úrið skartar flottri hönnun í þremur mismunandi litum og fjórði liturinn kemur seinna þegar verkefnið hefur fengið fjármögnun. Það er mjög auðvelt að skipta um útlit á klukkunni sjálfri og er það einfaldlega gert með því að ná í nýtt útlit á Pebble appinu á snjallsímanum, sem keyrir það svo inn á úrið sjálft. Úrið er vatnshelt og hentar þar af leiðandi mjög vel til útivistar, sérstaklega með e-paper skjánum (sem er varinn gleri með glampavörn) og væri jafnvel hægt að fara með úrið í sund.

Úrið getur notað GPS úr símanum þínum til þess að mæla t.d. hraða og vegalengd ef maður er að hjóla eða skokka, og þar sem þú getur stjórnað tónlistinni í símanum með úrinu er mjög þægilegt að nota það í líkamsrækt. Í úrinu sjálfu er mótor sem lætur það titra, þar af leiðandi er hægt að vera með símann alveg hljóðlausan en taka þó eftir símtölum. Það eru fjórir takkar á úrinu sem gerir það mjög þægilegt í notkun.

Auðvelt verður að búa til öpp fyrir úrið þar sem að SDK-ið (software developer kit) verður gefið út samhliða úrinu, möguleikarnir eru því nánast óendanlegir!

Úrið mun koma til með að kosta $150, en það er hægt að kaupa úrið á $115 ef maður styrkir verkefnið á Kickstarter. Ég er sjálfur að hugsa um að fjárfesta í svona úri og hugsa að það komi að góðum notum í sumar. Hægt er að finna frekari upplýsingar um Pebble á Kickstarter. Fjármögnun er opin til 18. maí, en í þessum skrifuðu orðum hafa 43.491 styrkt verkefnið og er það í heildina komið með $6,397,080 (Upphaflega markmiðið var $100.000).

 

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] kynningarmyndbandið sem sló svona í gegn á kickstarter og fyrri umfjöllun okkar um Pebble er að finna hérna þegar simon.is fjallaði um úrin fyrst í apríl […]

Comments are closed.