Til hamingju með nýja Android símann – hvað nú?
Til að byrja með
Ertu með gagnamagns áskrift? Það sem er best að byrja á er að athuga það, því þú villt geta nýtt símann á netinu dags daglega. Einnig ef þú ert að fara á netið á hverjum degi þá eru dagpakkarnir dýrari en að hafa ákveðið gagnamagn. Mæli með því að þú kíkir á heimasíðuna hjá símafyrirtækinu þínu, eða bjallir í þjónustuverið hjá þeim.
Áður en þú byrjar að nota símann, þá er best að skoða nokkur atriði. Í fyrsta lagi búa gögnin þín í skýjunum. Það er, að allt sem þú ert með á símanum vistast á þjóni hjá Google. Til þess að nýta sér bestu eiginleika símans þá er best að byrja á því að uppfæra tengiliðina þína á Gmail. Ef þú ert ekki með Gmail, og kannski enn að nota Hotmail, þá er kannski góður tími til að færa sig. Ástæðan fyrir að ég nefni þetta er vegna þess að síminn býður upp á að samstilla póst og tengiliði við Gmail, einnig verkefnalista. En hérna eru nokkrir góðir hlutir til að vinna eftir (ef þú nennir):
- Endurskírðu tengiliðina með fullum nöfnum (hjálpar til þegar þú samstillir svo símaskránna við Facebook)
- Bættu við símanúmerum og netföngum
- Búðu til þá helstu hópa sem þig langar að hafa, t.d. fjölskylda, vinnufélagar, vinir o.s.frv.
- Stækkunarglerið: Flýtihnappur í leitina
- Skjáir: Þú getur farið á milli lista með því að strjúka á skjánum til vinstri og hægri, upp og niður.
Trackbacks & Pingbacks
[…] geturðu smellt hér. Ég mæli síðan með að skoða umfjöllun þeirra um HTC One X, færslu um hvað er gott að byrja á að gera með nýtt Android tæki og góð ráð frá þeim þegar kemur að því að velja næsta […]
Comments are closed.