Google heldur sig við Samsung: Nýir Galaxy símar væntanlegir
Svo virðist vera að Google hafi ákveðið að halda sig við Samsung við framleiðslu á fjórða Nexus símunum sínum. Google hafði áður verið í samstarfi við HTC um framleiðsu á Nexus one símanum sínum en ákvað svo að fara í samstarf við Samsung við gerð tveggja nýjustu Nexus símanna. Google hefur framleitt þrjá Nexus síma og er von á fyrstu spjaldtölvunni á næstunni. Asus mun að öllum líkindum framleiða spjaldtölvuna.
Vangaveltur hafa verið um fjórða Nexus símann en hugmyndir hafa verið á floti um að hann muni vera einhverskonar stökkbreyting á Galaxy SIII. Það verður spennandi að fylgjast með þessu þegar meira kemur í ljós.
Búist er við að google kynni Galaxy SIII 3.maí í London og í haust gætum við fengið betri hugmyndir um hvernig Nexusinn verði en Google hefur reynt að gefa út Nexus á hverju ári.
Heimildir:
http://www.digitimes.com/news/a20120425PD205.html