Google Drive komið í loftið

Fyrr í dag sögðum við frá þeim orðrómi að Google myndi kynna Google Drive afritunarlausn sína fljótlega. Við vorum varla búnir að ýta á Enter þegar Google sendi frá sér fréttatilkynningu þar sam varan er kynnt. Fría útgáfan kemur með 5GB geymsluplássi og toppar því Dropbox sem kemur einungis með 2GB plássi. Þessu til viðbótar er verð á umframgagnamagni mjög samkeppnishæft. Þannig kostar 25GB pakki $2.49 (317 kr. ), 100GB $4.99 (634 kr) og 1TB $49.99 (6.349 kr.)

Mikil tenging er á milli Google Drive, Docs og Gmail. Fyrir þá sem stækka plássið þá fylgir 25GB pláss á Gmail. Einnig er tenging við Google+ og þá verður hugbúnaðarframleiðendum boðið að tengja sinn hugbúnað við Google Drive á sambærilegan hátt og Dropbox býður upp á í dag.
Google Drive er fáanlegt í dag fyrir PC, Mac og Android og er stuðningur við iPhone og iPad er væntanlegur.
Hér má svo sjá tvö kynningarmyndbönd frá Google sem sýna virkni Google Drive.

 

 

Simon.is á fleiri miðlum