Galaxy SIII lekið í myndbandi
Það virðist vera að Samsung Galaxy SIII hafi verið lekið í myndbandi frá Víetnam. Talar einhver Víetnömsku?
Samkvæmt myndbandinu þá er síminn með 4,6″ skjá með 720p upplausn, 1,4 GHz fjórkjarna örgjörva (Exynos), 1GB vinnsluminni, 8 MP myndavél, 2050 mAh rafhlöðu, NFC og Android 4.0. Skoðið símann betur hér í myndbandinu fyrir neðan!