Allt í ljósum logum!

[youtube id=”C2dyqwBoSqc” width=”600″ height=”350″]

Leikurinn Sprinkle snýst um að slökkva elda í þorpi smávaxinna einstaklinga sem eru síður en svo heppin með staðsetningu þorpa sinna og hvað þá brunaslys. Þetta er skemmtilegur þrautaleikur þar sem þú stjórnar slökkviliði þorpanna. Nauðsynlegt er að skoða borðin vel og sjá hvert best er að beina straumi vatnsins svo hægt sé að slökkva eldinn. Notandinn hefur þó aðeins takmarkað vatns sem hann þarf að spara vel þegar hann reynir

að slökkva þá elda sem koma upp í hverju borði fyrir sig.

Ýmsa hluti er hægt að notfæra sér í hverju borði til að beina straumi vatnsins á tilætlaðann stað. Leikurinn getur reynst En outre, les casino s en ligne vous permettent egalement de jouer gratuitement, sans parier. mjög erfiður og passa þarf að drepa allar glæður.

Til að leysa út fleiri svæði þar sem fleiri eldar geysa þarf að reyna að komast í gegnum hvert borð með eins mikið af vatni eftir og hægt er með því að vera mjög sparsamur á vatni.

Simon gefur þessum leik 2 stjörnur af 4 mögulegum. Leikurinn er mjög fínn, útlit gott og fullt af borðum. Leikurinn er ókeypis, en með auglýsingum. Hægt er að versla leikinn fyrir 13,55 SEK (sænskar krónur) og sleppa við auglýsingar. Einnig er til barnaútgáfa á 13,75 SEK fyrir yngri kynslóðina!

Hér er að finna leikinn á .

Hér er að finna leikinn á iTunes App Store.

Simon.is á fleiri miðlum