Windows Phone Marketplace

Windows Phone markaðurinn opnar á Íslandi

Nú hefur Microsoft opnað íslenska gátt að Windows Phone Marketplace og í tólf öðrum löndum. Þetta eru góðar fréttir fyrir íslendinga! Nú verður hægt að setja inn öpp sérstaklega fyrir íslenska notendur og versla þau. Einnig þá verður hægt að sjá röðun vinsællra appa hjá öðrum sem nota íslenska markaðinn. Passa þarf að hafa Region+Language stillingar réttar þannig að aðgangur að markaðinum sé virkur og með uppsett Windows Live aðgang á símanum.  Það er ekkert að gerast þarna núna, en þetta opnar á nýja möguleika! Von bráðar sjáum við íslensk Windows Phone öpp og íslendinga versla sér öpp.

Þeir sem hafa ekki sett upp Windows Live aðgang á símann geta skoðað leiðbeiningar hér.

Heimildir

http://windowsteamblog.com/windows_phone/b/windowsphone/archive/2012/03/28/marketplace-arrives-in-13-new-countries.aspx

 

Simon.is á fleiri miðlum