Teiknaðu eitthvað – Snilldar leikur

Draw Something er snilldar leikur sem er í anda Pictionary. Keppendur fá 3  mis erfið orð til að teikna og gefa þau einn, tvo eða þrjá gullpeninga eftir styrkleika. Gullið er notað til að kaupa liti eða sprengjur. Litirnir hjálpa til við að teikna betur það sem sett er fyrir listamanninn og sprengjurnar er hægt að nota til að henda út orðum og fá ný.

Leikurinn er snilld upp á það að gera að keppendur sjá allt sem gert er þegar verið er að teikna, hvort sem það eru öll þau skipti sem að teiknarinn gefst upp á því sem hann er að gera og reynir aftur eða þau tilvik þegar teiknarinn ákveður að stroka eitthvað út. Sprengjurnar sjá um að eyða út auka stöfum sem keppendur fá til að giska á hvað verið er að teikna.

Hægt er að vera með marga leiki í gangi í einu og býðst notendum að tengja appið við facebook aðganginn sinn ef þau hafa áhuga á því. Leikurinn fæst bæði í ókeypis útgáfu með auglýsingum eða auglýsinga laust með 2000 auka orðum fyrir $0.99

Við hjá Símon.is höfum skemmt okkur konunglega við að skiptast á teikningum og getum því auðveldlega mælt með þessum leik fyrir alla. Í Android tækjum mætti leikurinn  láta mann vita þegar andstæðingurinn hefur lokið við sitt listaverk. Vonandi verður bætt úr því í einhverri uppfærslunni. Hægt er að fá leikinn á iphone og ipad sem og Android tækjum.

 

 

 

 

 

 

[youtube id=”EjF9rM_8KiI” width=”600″ height=”350″]

 

Simon.is á fleiri miðlum

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Draw Something, eitt vinsælasta appið í dag á Android og iPhone, var nýverið keypt af samfélagsleikjafyritækinu Zynga sem hefur fært okkur Facebookleiki eins og Farmville, Cityville, Mafiwars sem og keypt leiki á borð við Word with friends sem við fjölluðum um í ágúst í fyrra. […]

Comments are closed.