Nýr iPad kynntur í dag – við hverju má búast?

Í dag mun Apple kynna uppfærða iPad spjaldtölvu. Við hjá Simon.is tókum saman helsta orðómin sem er í gangi og við hverju er að búast:

 

Nánast öruggt

Hærri upplausn: Nýr iPad verður með svokölluðum Retina skjá,  skjá með tvöfaldri upplausn þess gamla eða 2048X1536 í stað 1024X768. Skjárinn verður jafn stór og á þeim gamla.

Meira afl: Þetta er gefið. Minnið mun líklegast stækka í 1GB en þó er (fjarlægur) möguleiki á því að það verði aukið í 2GB. Hann verður einnig með öflugri örgjörva og skjákorti. Hvort örgjörvinn muni heita A6 eða A5X skiptir hinsvegar engu máli.

Betri myndavél: Myndavélarnar á iPad 2 eru skelfilegar. Þær voru í raun svo lélegar að fæstir nenntu að nota þær í neitt annað en myndsímtöl. Það er því öruggt að þær munu fá hressilega uppfærslu. Við veðjum á að iPad 3/HD muni fá sömu myndavél og iPhone 4S því svo góður skjár á skilið alvöru myndavél.

 

Ekki ólíklegt

Ódýrari iPad: Þrátt fyrir að Apple hafi ekki fengið mikla samkeppni á spjaldtölvumarkaðnum þá er hún mun meiri í dag en hún var fyrir 2 árum þegar iPad kom fyrst á markað. Apple gæti svarað þessari samkeppni með því að hafa iPad 2 áfram í sölu á lægra verði. Í dag kostar ódýrasta útgáfa iPad 499$ (89.990 á íslandi). Ég sé þá lækka verðið niður í 399$ og ef ég set á mig bjartsýnisgleraugun þá fer verðið niður í 349$. Engar líkur eru þó á því að applu muni selja margar útgáfur af iPad 2 áfram heldur aðeins þann ódýrasta, 16GB Wifi útgáfuna.

Meira geymslupláss: Apple uppfærði geymsluplássið á iPad 2 ekkert frá forveranum. Ég held að samhliða því að selja iPad 2 áfram á lægra verði þá muni Apple aðgreina nýju iPad-ana með auknu minni. Þannig mun ódýrasti iPad 3 verða með 32GB í stað 16. Dýrari týpurnar verða svo með 64GB og 128GB minni.

LTE (4g) gagnasamband: Apple hefur verið íhaldsamt þegar kemur að breytingum og þá sérstaklega að þeim sem kalla á lélegri rafhlöðuendingu. En þar sem LTE væðing er komin langt á veg í mörgum löndum þá gæti þetta verið rétti tíminn. Ef iPad 3 verður með LTE stuðningi þá mun það hins vegar kalla á stærri rafhlöðu og þá væntanlega þykkari iPad.

Siri: Eitt það stærsta við iphone 4S var persónulegi aðstoðarmaðurinn Siri. Ef Apple ákveður að færa hann yfir á iPad þá munu því fylgja ný útgáfa af Siri með fleiri möguleikum. Það sem mælir hinsvegar gegn því að Siri komi á iPad í bráð, er sú staðreynd að frá því að Siri fór í loftið hafa vefþjónar Apple ráðið illa við álagið og niðurtíminn hefur verið talsverður.

Uppfært Apple TV: Fréttir hafa verið að undanförna að Apple TV sé uppselt á flestum stöðum. Apple gæti því komið með nýtt, uppfært Apple TV sem styður betur 1080p háskerpu myndbönd sem Apple mun fara að bjóða í leigunni sinni.

 

Nánast ekki séns:

iPad með minni skjá: Þrátt fyrri sterkan orðróm um það að Apple muni kynna iPad með 7-8″ skjá til að bregðast við aukinni samkeppni frá Amazon þá tel ég það algjörlega útilokað. Öll taktíkt Apple er “one size fits all”. Eins og ég sagði hér fyrir ofan þá er ekki ólíklegt að Apple muni lækka verðið á núverandi iPad 2 en að koma með minni útgáfu er útilokað.

Apple Flatskjár: engar líkur á þessu. Apple sjónvarp mun koma og líklegast á þessu ári en það eru engar líkur á því að Apple myndi kynna það mikilvæga vöru sem “one more thing” á iPad kynningu.

 

Fylgist með hér á Simon.is því við munum fjalla ítarlega um nýju iPad spjaldtölvuna eftir kynninguna. Apple viðburðurinn verður kl. 18:00 að íslenskum tíma.


Simon.is á fleiri miðlum