Hugmyndakeppni Jónsson & Le'macks

Breytingar 24.mars:
Samkvæmt twitter síðu Jónsson & Le’macks er búið að fresta þessum viðburði til 31. mars næstkomandi.

 

 

Auglýsingastofan Jónsson & Le’mack efnir til hugmyndakeppni þann 24.mars með svokölluðu Hackathon sniði.

Einstaklingar eða teymi mega koma með hugmynd að appi eða vefsíðu eða bara einhverju sniðugu. Hugmyndin er send á J&L fyrir 24. mars og þær fimm bestu valdar áfram. Hver hugmynd er svo pöruð grafískan hönnuð og reynt að útfæra hana þann 24.mars klukkan 10:00 innan 24 klukkustunda. Í boði verða kaffi og pönnukökur! Om nom.

Hver hugmynd fær .com lén og hýsingu ef þess þarf (sem og aðstoð við að koma síðunni upp). Á svæðinu verður starfsfólk J&L sem vinnur við að gagnrýna, endurbæta og framkvæma hugmyndir af öllum toga.

Hér má finna finna meira um atburðinn: http://www.jl.is/breakfast/

Simon.is hvetur alla lesendur að taka þátt og senda inn hugmynd að appi ;)