HTC á MWC2012

HTC átti Mobile World Congress 2012 með HTC One línunni.

Þrír símar munu koma út í þeirri línu og sá stærsti var kosinn sími ráðstefnunnar: HTC One X. Sá sími verður með 4,7″ Super IPS LCD2 háskerpuskjá (720p), fjórkjarna 1,5 GHz örgjörva (Tegra 3), 1GB vinnsluminni, 32G geymslupláss, 8MP “double shutter” myndavél með F2.0 ljósopi og Android 4.0 stýrikerfinu. Einnig verður ytra byrðið bakað eins og keramik sem gerir það extra sterkt og þunnt (8,9 mm). Double shutter eiginleikinn gerir myndavélinni kleyft að taka myndir á meðan tekið er upp myndband. Einnig fylgja með Beats Audio tónlistarstillingar (e. glorified equaliser).

HTC One S fylgir þessum á eftir og er aðeins minni með 4,3″ S-AMOLED skjá með qHD upplausn, tvíkjarna 1,5 GHz örgjörva (Krait), 1GB vinnsluminni, 16GB geymslupláss, 8MP “double shutter” myndavél og Android 4.0 stýrikerfinu. Þessi sími er enn þá þynnri en One X og er 7,8mm! Sjálfur er ég mjög hrifinn af þessum, en eina sem vantar er 720p háskerpuupplausn á skjáinn og microSD rauf (þá væri hann fullkominn).

Að lokum er það HTC One V sem er sá ódýrasti. Hann verður með 3,7″ skjá, 1 GHz örgjörva, 512 MB vinnsluminni, 4GB geymslupláss, 5MP myndavél og Android 4.0. One V verður með höku eins og HTC Legend sem var talinn vera fyrsti fallegi Android síminn á sínum tíma. Þessi er stendur aðeins út úr þessari ætt og á varla heima með bræðrum sínum. Furðalega er að þetta er eini síminn í ættinni með microSD rauf.

HTC One V

Þetta eru allt ótrúlega flottir Android símar og það besta er að HTC hefur lofað því að setja HTC Sense skinnið sitt í megrun. Það er orðið alltof þungt og fyrirferða mikið (jafnvel þó það hafi marga góða eiginleika). Þeir hafa einnig tekið á einum af tveimur stærstu hönnunargöllunum sínum: þeir hafa fækkað snertitökkunum úr fjórum í þrjá (back, home og menu) og takkinn fyrir leit er horfinn! Skjálæsingartakkinn er því miður enn þá ofan á símanum og nær ómögulegt að ýta á hann einhentur nema maður hafi hendur á við körfuboltaleikmann. Sumir hlusta á eitthvað af því sem viðskiptavinir sínir hafa að segja.

 

Simon.is á fleiri miðlum