HÍ pósturinn í Android síma – Leiðbeiningar

Hver hefur ekki lent í því að gera sér ferð í Háskólann til þess eins að komast að því að tíminn féll niður vegna veikinda kennara? Það má auðveldlega koma í veg fyrir slíkt með því að hafa háskóla-póstinn alltaf í símanum og við ætlum að sýna ykkur hvernig það er gert.

Það er í raun mjög auðvelt. Opnið Email appið sem fylgir með öllum Android símum og sláið inn netfangið og lykilorðið. Veljið svo Manual setup og þar er lang best að velja IMAP. Á þeirri síðu skal svo setja inn mail.hi.is sem IMAP server, port á að vera sjálfvalið í 143 og security type í none. Passið að taka @hi.is burt úr user name.

Á næstu síðu skal svo setja SMTP server í smtp.hi.is og mælir Háskólinn með því að setja Security type í SSL/TLS eða STARTTLS. Á  síðunni á eftir því er svo hægt að breyta stillingum fyrir póstinn. Ég mæli með því að láta símann ekki athuga póstinn nema á um klukkutíma fresti, hitt tekur upp gagnamagn og batterí. Að öðru leyti mæli ég ekki með að breyta stillingunum neitt, en það er þó smekksatriði. Veljið svo next til þess að fara á síðustu síðuna þar sem hægt að nefna reikninginn og velja hvaða nafn birtist í sendum póstum. Þegar ýtt er á next fer síminn að sækja póst, sem getur tekið smá tíma við fyrstu uppsetningu.

Flóknara er þetta ekki. Ef þið viljið setja upp HÍ póst í iPhone, iPad eða iPod þá höfum við gert leiðbeiningar sem má nálgast hér.

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] þú vilt setja upp HÍ póstinn í Android tæki þá höfum við gert leiðbeiningar sem eru hér. Tweet MERKI » aðstoð, hí, hí.is, imap, ipad, iPhone, iphone 4, ipod, […]

Comments are closed.