Google Play

Frá og með deginum í dag kallast Android Market, Google Music, Google Books og myndbandaþjónusta Google einu nafni: Google Play. Ef þú ætlar að kaupa bíómyndir, bækur, tónlist, forrit eða leiki í gegnum Google þá er það allt á einum stað núna í þessari endurmörkuðu vefverslun.

Með skýþjónustu Google er auðveldlega hægt að kaupa efni í gegnum hvaða tæki sem er hvort sem það er tölva, snjallsími, spjaldtölva eða eitthvað annað. Það er óþarfi að færa skrár milli tækja með snúrum því allt er á einum stað í skýinu og  auðvelt að deila því á Google . Google láta þetta hljóma eins og þetta sér rosalega nýtt og sniðugt en staðreyndin er að þessi samhæfing (sync) milli tækja er ekki ný af nálinni þó vissulega sé hún sniðug.

Samkvæmt munu Android tæki með útgáfu 2.2 eða nýrri fá uppfært market app á næstu dögum en nú þegar er hægt að kaupa efni með allt að 50% afslætti á . Afslættirnir munu standa yfir í sjö daga og um að gera að kynna sér þá!

Simon.is á fleiri miðlum