Dungeon Defenders: Second wave
Ég ræddi það gjarnan hér áður fyrr að það væri stutt í að leikir yrðu jafn flottir í símum og á borðtölvum. En það er einmitt það sem er að gerast hér í þessum leik. Dungeon Defenders er með þeim fyrstu leikjum þar sem þú ert í raun að spila sama leik á mörgum mismunandi kerfum. Þá skiptir engu hvort þú ert í snjallsíma, spjaldtölvu, PC, mac, Xbox360 og á Playstation 3. En hann er í boði á öllum þessum mismunandi tölvum.
Athugið að þessi leikur er frír í Google Play en kostar 2.99$ í iTunes.
En skulum skoða leikinn sjálfann. Þetta er klassískur Tower defence leikur með smá snúning. En það er að þú velur þér hlutverk sem galdramaður, riddari, bogamaður eða munkur. Allir með mismunandi áherslur og bardaga aðferðir. Þú svo kemst áfram eftir að hafa klárað borð færðu fyrir það stig sem þú nýtir í að bæta og styrkja hetjuna þína með tímanum.
Að segja að þessi leikur sé ekki ánetjandi væri lygi, skemmtanagildið er mikið að spila einn og sér. Hvað þá þegar þú spilar með öðrum sem er í boði einnig. Það er margt meira sem hægt væri að segja en lítið frekar á þetta video hér með sýnishorn úr leiknum og sækið hann sem fyrst, þið verðið ekki svikinn af því.
[youtube id=”RDMx6DPqteQ” width=”600″ height=”350″]