Símon.is Live!

Kæru lesendur þá er loksins komið að því. Við ætlum að uppfærum síðuna okkar svo að hún verði þægilegri í vafri sem og skemmtilegri fyrir augað. Af því tilefni viljum við bjóða ykkur að vera með okkur þegar við sviptum hulunni af nýju síðunni þann 17.febrúar klukkan 17:00 á Reykjavík Backpackers!

 

Við ætlum ekki bara að sýna ykkur nýju vefsíðuna, heldur ætlum við líka að bjóða upp á skemmtilega dagskrá. Það verða stuttir og ókeypis fyrirlestra með TED sniði frá nokkrum snillingum:

 

1. Snjallsímastríðið – Atli Stefán Yngvason frá Simon.is
2. Hvernig á að kaupa app – Pétur Rúnar Guðnason frá Vodafone.
3. Apps – Helgi Pjetur frá Stokkur mobile software
Og mögulega einn fyrirlestur í viðbót!

 

 

Ofan á þetta allt ætlum við að kynna nýja og skemmtilega hönnunarkeppni og mælum við með að allt áhugafólk um snjallsíma mæti á svæðið og taki þátt.

Dagskráin verður rúmlega klukkustund og í boði verður frír bjór og snakk fyrir þyrsta og svanga. Allir nördar, tæknigúrúar, fjarskiptafólk, markaðsmenn og markaðskonur eru velkomin!

Ef þið sjáið ykkur ekki fært að mæta þá ætlar DV.is að sýna frá atburðinum í beinni útsendingu þannig að þið missið ekki af neinu – nema þá kannski bjórnum og félagsskapnum.

Facebook eventið