Osmos – Ágætur leikur en ekki fyrir alla

Áður hef ég fjallað um leikinn World of Goo frá Humblebundle sem er frábær leikur. Nú er röðin komin að leiknum Osmos frá sama framleiðanda. Leikirnir frá Humblebundle hafa verið vandaðir og sniðugir indy leikir og er Osmos þar engin undantekning. Leikinn er hægt að fá á Android, iPhone, iPad, PC og Mac og er hann væntanlegur fyrir Windows Phone síðar á árinu.

Osmos snýst um að stjórna kúlu sem hreyfist um á hinum ýmsu stöðum. Stundum eru þetta í miðju sólkerfi, stundum virðist þetta vera barátta smáveru um að komast af í kringum risa sem geta auðveldlega dregið úr ykkur allann kraft. Kúlan notast við massa sinn til að hreyfa sig, hendir út úr sér smáögnum til að ýta sér áfram. Þessar smáagnir geta verið étnar af öðrum verum í kringum þig og búið því til vandamál fyrir þig þegar lengra líður á borðið.

Með leiknum hljómar skemmtileg ambient tónlist og mæla hönnuðir leiksins með að notast sé við heyrnatól við spilun hans.

Upphafsskjárinn lítur svona út:

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

þar er hægt að velja stillingar, þau “verðlaun” sem þér hafa hlotnast í gegnum ævintýri þín, stjórntæki, upplýsingar um höfunda og svo lagalista leiksins.

Þetta er alls ekki leikur fyrir alla. Ef þetta virðist vera leikur sem þú getur hugsað þér að spila skelltu þér á hann á markaðnum eða á www.humblebundle.com. Ef þú ert ekki viss geturðu tékkað á demoi af leiknum á markaðnum. Í Appstore kostar leikurinn $2.99.

http://www.youtube.com/watch?v=U67Wrg0W-eE

Osmos í Appstore

 


 Símon.is Live