Nokia Lumia 800 lendir 2. mars

Eins og við höfum áður fjallað um þá er Nokia Lumia 800 væntanlegur til landsins en nú er loksins búið að staðfesta að hann komi í sölu 2. mars. Nokia Lumia 800 er fyrsti snjallsíminn frá Nokia sem keyrir Windows Phone stýrikerfið frá Microsoft (WP7). Einn af kostunum við stýrikerfið er að það er samþætt samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter, LinkedIn en einnig ýmsum þjónustum frá Microsoft eins og Xbox-live og fyrirtækjalausnir á borð við Exchange, Outlook, Office, Sharepoint og Lync. Nokia hefur einnig samþætt korta- og leiðsagnarkerfið sitt við Windows Phone, sem býður notendum upp á ókeypis GPS kort af Íslandi, og öllum heiminum. Hægt er að skoða ítarlega umfjöllun okkar um Windows Phone hér.

Helstu eiginleikar:

  • Nettur 3,7″ AMOLED skjár með 480×800 skjáupplausn
  • Gorilla glass rispuvarður skjár
  • 8MP myndavél með Carl Zeiss linsu
  • 1,4GHz Scorpion örgjörvi
  • 16GB geymsluminni
  • 512mb vinnsluminni
  • FM útvarp
  • A-GPS og Bluetooth
  • Wifi b/g/n
Síminn hefur hlotið mikla athygli fyrir góða hönnun og sem dæmi fékk hann einkunnina 9 fyrir hönnun hjá The Verge. Ytri umgjörð símans er úr polycarbonate og skjárinn er kúptur sem kemur nokkuð vel út. Við hjá Simon.is erum mjög spennt að prófa gripinn og munum fjalla um hann ítarlega.
Hægt verður að nálgast Lumia 800 í verslunum Elko, Hátækni, Nova, Símanum og Vodafone.
Simon.is á netinu

 Símon.is Live