Já.is í iPhone

Þeir sem eru með Android og Symbian síma kannast líklega flestir við já.is appið. Við sem notum iOS tæki eins og iPhone erum ekki þess heiðurs aðnjótandi að hafa þetta app í okkar tækjum. Að óbreyttu mun slíkt app ekki verða í boði fyrir iOS tæki sökum takmarkana sem Apple setur á öpp í stýrikerfinu.

Það sem hægt er að gera í iOS er að búa til hlekk af skjáborðinu beint inn á farsímavef Já.is. Þetta er leið sem ég nota töluvert mikið og mæli með fyrir alla iPhone eigendur. Farsímavefurinn er svo vel hannaður að hann býður upp á tvo dálka til að skrifa í. Einn fyrir texta og annan fyrir símanúmer, allt til að flýta fyrir.

Til að setja upp svona hlekk þarftu að fara í Safari vafrann í símanum og slá inn vefslóðina m.ja.is. Þegar vefurinn hefur opnast velur þú valmöguleikahnappinn sem er í neðstu röð fyrir miðju (kassi með ör í gegnum) og velur “Add to Home Screen“.

Þá kemur upp valmynd þar sem meðal annars er hægt að velja hvaða texti stendur við Já.is myndina sem birtist á skjáborðinu. Því næst skal velja Add hnappinn uppi hægra megin og þá er kominn þessi fíni hnappur á skjáborðið. Með honum tekur einungis örfáar sekúndur að fletta upp símanúmeri eða nafni eða heimilisfangi á já.is.

   
Simon.is á netinu
1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Fyrr á árinu fjölluðum við um Ja.is fyrir Iphone síma. […]

Comments are closed.