Beikon appið er ómissandi!

Baconnection er forritið sem allir bacon elskendur verða að eiga og hafa. Þetta forrit er frítt og hægt er að fá það fyrir iphone og android. Þetta er hið fullkomna app fyrir þá sem elska bacon og elska að elda auk þess sem að þetta app kemur stútfullt af fróðleik um hið elskaða flesk.

 

Þegar appið er opnað kemur upp þessi glæsilega mynd:

 

 

 

 

 

 

 

 

Hún hverfur svo eftir stutta stund og hleypir þér í fyrsta flokk af fjórum sem er leikur. Þessi bacon leikur snýst um að tengja hráefni úr réttum yfir í bacon. Velur uppskrift og þarft að finna eitthvað hráefni í þessari uppskrift sem er í annari uppskrift þar sem bacon er einnig hráefni. Því færri skref og því fljótari sem þú ert að þessu því fleirri stig færðu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Næst kemur uppskriftabók með bacon uppskriftum. Þar  er hellingur af uppskriftum sem eru hver annarri meira spennandi. Uppskriftirnar eru mjög góðar og nákvæmar og leiða ykkur í gegnum beikonævintýrið. Hægt er að haka við þær uppskriftir sem ykkur finnst vera bestar. Þarfasti vinur baconelskandans.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gettu Betur! Þar sem spurningarnar hafa bacon ívaf. Sumar eru auðveldar á meðan aðrar eru tjah kannski ekki alveg réttar fyrir íslenskan markað. Skemmtilegur flokkur og gaman að sjá hversu mikið eða lítið maður veit í raun um fleskið. Þú elskar fleskið, nú er að sjá hversu vel þú þekkir það.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Meira heitir þessi flokkur. Þar er hægt að sjá þau verðlaun sem þið hafið unnið ykkur inn í beikon uppskriftarleitinni og spurningaleiknum. Stillingar er svo einn valmöguleikinn í þessum flokki. Þar er hægt að endurstilla appið, slökkva á hljóðinu og fá upplýsingar um appið. Facebook er svo seinasti möguleikinn en þar er hægt er að like’a appið á facebook.

 

 

iOS

 

 

 

 

 

 

 

Android

 

 

 

 

Fylgstu með Simon.is á netinu

 Símon.is Live