WebMD Baby er snilldarapp fyrir nýbakaða foreldra [Gagnrýni]

Eitt af því sem einkennir öpp er hversu sérhæfð mörg þeirra eru. Hægt er að finna app fyrir allt milli himins og jarðar, allt frá innkaupalistum til geimmynda frá Nasa. WebMD Baby er sérsniðið fyrir foreldra með nýfætt barn.  Appið hjálpar foreldrum að skrásetja  öll helstu augnablik uppvaxtaráranna ásamt því að vera gullkista þegar kemur að fróðleik um börn.

Hugmyndin er bráðsnjöll og auðvitað er WebMD Baby ekki eina svona appið á markaðnum (sjá lista hér fyrir neðan yfir svipuð öpp) en það er útfært á afskaplega aðlaðandi máta.

Þegar þú hefur búið til aðgang fyrir ÞIG (þ.e. þú býrð til aðgang fyrir þig ekki barnið) getur þú bætt inn barni eða börnum ásamt upplýsingum um þau. Best er auðvitað að gera þetta fljótlega eftir að komið er heim af spítalanum með nýja fjölskyldumeðliminn.

Vikulega er hægt að lesa mikið af fróðleik sem á sérstaklega við um börn á þeim aldri. Einnig eru gefin daglegt ráð og aðgangur að myndböndum með frekari ábendingum.

Fyrir utan að hjálpa foreldrum að auka þekkingu sína á uppvexti barna, mögulegum sjúkdómum og öðru sem er gott að vita er WebMD Baby með mjög góða dagbókar eiginleika. Hægt er að stilla appið svo það minni mann á að taka myndir af barninu með reglulegu millibili og setja þær í dagbókina.  Hægt er að færa inn hæð og þyngd barnsins og sjá línurit yfir vöxt þess. Þá er hægt að halda sérstaka dagbók fyrir bleyjur og innihald þeirra, svefntíma og fæðugjöf.

Auðvitað má segja að það vanti en nokkuð uppá. Sérstaklega tel ég að svona app verði að hafa möguleika á flytja gögn úr appinu.  Þó nokkur tími og orka fer í að uppfæra dagbækur og bæta við myndum. Það er því frekar leiðinlegt ef þetta mun aldrei vera til staðar neins staðar nema á símanum. Eins og er, er ekki einu sinni vefsíða sem sýnir gögnin en mögulegt er að deila færslum á Facebook.

Þetta er samt snilldarapp þó ekki væri nema til að nota lítinn hluta af því. Appið er gagnlegt fyrir alla sem eiga krakka milli 0-2 ára. Endilega bætið við athugasemd ef þið þekkið góð öpp fyrir nýbakaða foreldra.

  • Stýrikerfi: iOS
  • Verð: Ókeypis
  • Einkunn: 8 af 10

Nokkur önnur öpp fyrir foreldra:

Fræðsluefni

Tímatökuapps fyrir ýmislegt varðandi ungabörn

WebMD Baby á App Store fyrir iOS