Topp 5 snjallsímaleikir ársins 2011

Þá er komið að því, við höfum reyndar ekki staðið okkur eins og við ætluðum að koma mánaðarlega með uppfærða top 5 lista en áramótaheitið er að lagfæra það.
Leikir og símar hafa farið saman síðan Nokia 5110 kom út með snake innanborðs og hafa leikirnir bara orðið flóknari og skemmtilegri með tímanum. Það er frekar erfitt að velja úr einhverja 5 leiki sem skarað hafa fram úr á liðnu ári en við gerum heiðarlega tilraun og birtum okkar álit á top 5 leikjunum.

Í fimmta sæti

Minecraft – Byggingarleikurinn sem margir þekkja. Opinn heimur fullur af byggingarefni og skrímslum og það eina sem getur stoppað að hugmyndir þínar taki á sig mynd eru léleg stjórntæki og leiðinda sprengju-skrímsli. Við mælum með að spila þennan leik frekar á pöddu en ætti þó að virka fínt á 4″ skjá. Framleiðendur leiksins hjá Mohjang hafa þó stór plön með þennan leik á snjallsímum. (Hægt er að nálgast leikinn á Android og iPhone)

Í fjórða sæti

Hanging with friends – Hengimann í snjallsíma. Leikur fyrir vini að spila saman. Færð stafi úthlutað og þarft í kjölfari að mynda orð úr þeim sem andstæðingur þinn þarf að giska á hvað er. Hver keppandi hangir yfir rennandi hrauni með aðstoð frá nokkrum blöðrum. Þegar keppandinn hefur giskað sex sinnum, springur ein blaðran og nálgast þá keppandinn hraunið. Sá vinnur sem lifir keppnina af. (Hægt er að nálgast leikinn á Android og iPhone )

Í þriðja sæti

Age of Zombies – Snilldar uppvakningaleikur sem við eigum ennþá eftir að fjalla um en höfum verið að spila doldið núna í lok árs. Leikurinn er það skemmtilegur að við gátum ekki gert annað en sett hann í þriðja sæti. Leikurinn gengur út á að ferðast um tímann og berjast við uppvakninga sem ráðast að manni úr öllum áttum. (Hægt er að nálgast leikinn á Android og iPhone )

Í öðru sæti

Plants vs Zombies Við höldum okkur við uppvakninga þemað. Plönturnar og uppvakningarnir mætast og berjast um húsið þitt. Þessi leikur bíður upp á langa og mikla skemmtun í gegnum mismunandi borð sem eru hverju erfiðari. Leikurinn býður upp á margar klukkustundir af tímaeyðslu, sem er algjörölega þess virði. (Hægt er að nálgast leikinn á Android, iPhone og Windowsphone)

Í fyrsta sæti er svo..

World of GooSkemmtilegur söguþráður, góð tónlist og skemmtilegir leikmöguleikar gera þennan leik klárlega að leik ársins. Hægt að tapa sér í marga tíma við að reyna að leysa þrautirnar og reyna að sleppa út úr hverju borði með sem flestar afgangs slímkúlur. (Hægt er að nálgast leikinn á Android og iPhone )

 

Fylgstu með Simon.is á Facebook