Sony

Sony Ericsson tekur U beygju

Sony Ericsson hefur tekið miklum breytingum og hefur Sony keypt út hlut Ericsson, eftir tíu ára samband. Seinna á árinu munu þeir losa sig við Ericsson úr nafninu og byrja gefa út síma undir sínu eigin vörumerki (þið vitið… Sony). Það er ekki eina stóra breytingin, heldur ætlar Sony að hætta að framleiða aðra síma en snjallsíma og líklega leggja allt sitt undir á Android stýrikerfið. Síðustu Sony Ericsson símarnir verða Xperia HD (Nozomi), Xperia Pepper, Xperia Nypon og Aoba (LT28i). Fyrstu tveir símarnir  verða líklega tilkynntir núna á CES 2012 tækniráðstefnunni, en Nypon og Aoba verða líklega kynntir til leiks á MWC2012. Mig grunar því að Nypon og Aoba verði einungis Sony vörumerktir. Xperia HD verður byggður á flaggskipinu þeirra Arc. Hann verður með 4,3″ skjá með 720p upplausn , 1,5 GHz tvíkjarna örgjörva, 1GB vinnsluminni, 8GB plássi, HDMI rauf og 12MP myndavél. Það eina sem mér finnst furðulegt, er að síminn kemur út með Android 2.3.7. Sími sem er ekki einu sinni búið að tilkynna opinberlegan, ætti að koma með Android 4. Sérstaklega þar sem Sony vinnur nú hörðum höndum að uppfæra alla 2011 Xperia línuna sína upp í Android 4. Kannski útaf því verður þessi með Gingerbread (Android 2.3.X)?

Xperia HD

Neðst á símanum er gegnsæ rönd

Síminn er einnig ekkert líkur Arc í hönnun, og er kassalaga með hvöss horn. Svo er gegnsæ rönd neðst á símanum þar sem heim-, valmyndar- og afturábaktakkarnir eru staðsettir, þ.e. þú sérð alveg í gegnum símann. Ég er ekkert svakalega spenntur fyrir þessari hönnun, en vinsælasti sími síðasta árs var reyndar mjög kassalaga og hefðbundinn í útliti: Samsung Galaxy S2. Þessi sími verður á kringum 100 þús krónur hér á landi. Skoðum næst Xperia Pepper er staðsettur í miðjunni og er með 3,7″ skjá með qHD upplausn (540 x 960),  1GHz tvíkjarna örgjörva og 5MP myndavél. Mér sýnist þessi sími byggja mikið á Neo símanum þeirra, og að hann muni leysa hann af. Síminn kemur út með Android 2.3.7. Síminn er einnig mjög kassalaga, en neðsti partur símann er þynnri en restin, og býr til sillu neðst á honum. Þetta er einkum óaðlaðandi hönnun. Hér fyrir neðan má sjá lekið skot af símanum. Mig grunar reyndar sterklega að þetta sé ekki lokaútgáfa af ytra byrði símans. Þessi sími verður örugglega í kringum 60 þús krónur hér á landi.

Sony Ericsson Pepper lekið skot

Pepper skotið

Xperia Nypon er minnst vitað um og engum almennilegum skotum af símanum lekið enn sem komið er, nema einu myndbandi af honum í prófun við hönnun. Líklega er þróunin komin styst á veg, enda mjög líklegt að þessi sími muni koma út með Android 4! Ekki bara það, heldur mun þessi sími vera byggður á nýju kubbasetti sem er framleitt af STmicro og Ericsson (ST-Ericsson NovaThor). Fram að þessu hefur Qualcom eiginlega átt markaði, þannig að þetta er spennandi þróun. Nypon verður með 4″ skjá með qHD upplausn (540 x 960), 1 GHz tvíkjarna örgjörva , líklega 1GB vinnsluminni, líklega16GB plássi og 8.1MP Exmor myndavélinni (sem við þekkjum af Arc og Ray, sem er mjög góð). Þessi sími verður seldur í kringum 90 þús hér á landi (vonandi). Tæknivörur mega alveg henda á mig tölvupósti ef þeir vita betur (atli hjá simon.is). Hér má sjá Nypon í prófunum, að prófa NovaThor kubbasettið:

Miðað við þetta myndband, þá verð ég að segja að síminn lítur nokkur smekklega út, og miklu betur en Pepper og Nozomi vinir hans. Þeir eru samt með meiri “hönnun”. Ég heyrði einmitt að hönnuðir kvarta oft yfir vörustjórum/markaðsstjórum sem segja “æj, það vantar aðeins meiri hönnun í þetta”. Ég get ímyndað mér að það hafi verið sagt um þennan síma.

Sony Ericsson Nypon síminn

Nypon er einfaldur og flottur

Það gæti samt vel verið að þetta sé alls ekki endanlegt útlit, og þetta sé síminn sem við höfum séð oft lekið, sem er mjög svipaður Arc í útliti með auka kryppu neðst. Hér fyrir neðan er mynd og þarna sést einmitt ekkert Ericsson.

Kannski Nypon

Sony Ericsson Nypon eða hvað?

Aoba eða LT28i er áhugaverðasti síminn að mínu mati. Þetta verður stærsti síminn með 4,55″ skjá með 720p upplausn, 1,5 GHz tvíkjarna örgjörva, 1GB vinnsluminni, MHL rauf og 13MPmyndavél. Þessi sími er greinilega að feta í fótspor Samsung Galaxy Nexus, sem kom út í desember erlendis og er væntanlegur til landsins á næstunni. Ég held að þessi sími muni vera með Android 4 og komi út mitt árið. Ég giska að verðið verði 110-120 þús krónur hér heima. Mjög líklega er þetta næsta flaggskipið þeirra, eða hvað?

Aoba

Xperia Aoba, næsta flaggskip Sony?

Heimildir http://www.xperiablog.net/2012/01/06/2012-xperia-rumour-roundup-what-we-think-we-know-so-far/ http://www.cellphonebeat.com/leak-sonys-independent-smartphone-images.html       Fylgstu með Simon.is á Facebook