Nokia Lumia nálgast Ísland

Nokia Lumia 800 fer að detta í sölu á Íslandi en umboðsaðili Nokia á Íslandi sagði að tækið kæmi á markað á fyrsta ársfjórðungi 2012. Margir eru mjög spenntir fyrir símanum enda líklega fyrsti alvöru snjallsíminn frá Nokia (N9 er þó góð tilraun). Lumia mun keyra á Windows Phone stýrikerfinu (Mango). Windows Phone er einmitt spáð góðu gengi næstu árin og sagt er að það muni verða vinsælla en Apple iOS snjallsímastýrikerfið árið 2015. Android mun þó verða vinsælasta stýrikerfið samkvæmt sömu spá (skýrsla um snjallsímastýrikerfi frá IDC) með næstum helmings markaðshlutdeild.

Lumia 800 Windows phone sími

Samkvæmt Nokia hefur Lumia 800 selst í yfir milljón eintökum og þá aðallega hér í Evrópu. Það telst vera nokkuð gott, en til samanburðar þá seljast yfir 30 milljónir iPhone síma á ári og bara í fyrstu viku iPhone 4S seldust fjórar milljónir síma. Það er erfitt að bera Nokia saman við Apple, en ef við skoðum vinsælasta Android símann þá hafði Samsung Galaxy S2 selst í yfir 10 milljón eintökum í september 2011 utan Bandaríkjanna, og búinn að vera svipað lengi á markaði. You’ve been Samsung’ed?

http://www.youtube.com/watch?v=vOSgfvTC35A

Á næstunni munu þeir setja Lumia 900 á markað í Bandaríkjunum. Það er aðeins stærri útgáfa af Lumia 800 og er með 4,3″ skjá. Stærri skjár er einmitt sérstaklega gerður til að höfða til bandaríkjamanna, sem vilja hafa hluti stærri en aðrir. Lumia 900 er þá þriðji síminn í röð sem Nokia gefur út með sömu hönnun. Ekki er víst að Lumia 900 komi á markað hér í bráð.

Lumia 900, næstum því alveg eins og 800

 

Fylgstu með Simon.is á Facebook

Heimildir

http://www.apple.com/pr/library/2011/10/17iPhone-4S-First-Weekend-Sales-Top-Four-Million.html

http://www.androidpolice.com/2011/09/25/samsung-galaxy-s-ii-sales-hit-10-million-excluding-the-u-s/

http://www.theverge.com/mobile/2012/1/26/2736024/nokia-lumia-1-million-sales

http://www.informationweek.com/news/personal-tech/smart-phones/229400529 

3 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] og við höfum áður fjallað um þá er Nokia Lumia 800 væntanlegur til landsins en nú er loksins búið að staðfesta að sala hefst 2. mars. Nokia Lumia 800 er fyrsti […]

  2. […] og við höfum áður fjallað um þá er Nokia Lumia 800 væntanlegur til landsins en nú er loksins búið að staðfesta að hann komi í sölu 2. mars. Nokia Lumia 800 er fyrsti […]

  3. […] símtæki á þessu stýrikerfi koma í sölu. Við sögðum frá því fyrr á þessu ári að Nokia Lumia væru væntanlegir til Íslands. Það eru fyrstu símarnir frá Nokia sem keyra á WP7 og lofa þeir góðu – allavega eru […]

Comments are closed.