CES 2012: Er Nokia Lumia 900 væntanlegur?

Er þetta Nokia Lumia 900? Mynd: GSMArena

Stærsta raftækjasýning heims, CES 2012, verður haldin 10. – 13. janúar í Las Vegas. Talið er að Nokia muni kynna nýjan Windows Phone 7 snjallsíma, Nokia Lumia 900, með 4,3″ skjá eins og flestir af dýrari snjallsímum á markaðnum í dag. Síminn sjálfur verður úr málmi en hingað til hafa WP7 símar frá Nokia verið úr polycarbonate plasti.

Nokia hafa eytt töluverðum fjárhæðum í að kynna Nokia Lumia 800 sem kom nýlega á markað og gerðu meðal annars Dark Knight Rises útgáfu af símanum í takmörkuðu upplagi og fengu tónlistarmanninn Deadmau5 til að  lýsa upp Millbank Tower bygginguna í London. Það verður því spennandi að sjá hvort að Lumia 900 verði að veruleika.

Hvorki Microsoft né Nokia hafa staðfest að Lumia 900 verði kynntur í næstu viku en samkvæmt New York Times þykir mjög líklegt að þetta nýja flaggskip frá Nokia sé væntanlegt.

Heimildir:
The Verge
New York Times

Fylgstu með Simon.is á Facebook