N1 appið – gagnlegt app eða ein stór auglýsing?
Ég fíla það sem ég hef séð af N1 appinu. Ég trassaði að skipta af sumardekkjum full lengi og áður en ég vissi var ég keyrandi um stræti borgarinnar á 30km/klst. Ég náði mér í N1 appið til að fjalla um það og tók eftir mjög sniðugum fítus. Það var að geta flett upp bílnum mínum í gegnum appið, fundið dekk undir hann í vörukerfi N1 og þar af leiðandi fundið heilsársdekk í nágrenninu. Appið er unnið af Stokki.
Forritið er mjög þægilegt í notkun. Þegar appið er opnað fyrst þaf notandinn að skrá inn kennitölu og lykilorð. Eftir að virkjun er lokið poppar upp forsíða með 7 valmöguleikum. Fyrsti flokkurinn er tilboð þar sem hægt er að sjá þau tilboð sem eru í gangi á hverjum tíma. Þitt N1 leyfir þér að skoða punktastöðuna þína, kortin sem þú ert með og færsluyfirlit hjá N1. Mér fannst færsluyfirlitið ekki alveg nógu gott þar sem td. hjá mér sá ég bara eina færslu þó ég vissi að ég hefði farið nýlega og keypt bensín. Í Kortin mín býst ég við að það eigi að vera hægt að sjá kortin sem tengd eru við N1 kortið en ég sá hvorugt af þeim kortum sem ég hef tengd.
Eldsneyti kemur næst og fær maður þá upp verðin yfir öll þau eldsneyti sem N1 stöðvar selja og uppfæra þeir þann lista daglega. Mjög ánægður með það, reyndar ekki verðið á bensíni en það er bara þannig.
Lífið er yfirlit yfir tónleika, íþrótta viðburði og aðra hluti sem N1 styrkir.
Staðir er mjög flottur fítus sem þarfnast þó að þú kveikir á gps í símanum. Í kjölfarið færðu upp kort af svæðinu í kringum þig og merkt inn á það eru þær N1 stöðvar sem eru í nágrenni við þig. Ég reyndar lenti í því að síminn minn sagði mér alltaf að ég væri staðsettur í Tulsa, Oklahoma. En það virtist sem það væri eitthvað vesen á gpsinu hjá mér. Fannst það nokkuð sniðugt að föst staðsetning, þegar síminn nær ekki sambandi við gps, sé í Bandaríkjunum.
Dekk eru mjög sniðugur fítus eins og ég nefndi hérna í upphafi þar sem notandi stimplar inn bílnúmerið sitt og fær svo upplýsingar hvar hægt er að nálgast dekk í nágrenninu, tegund þeirra dekkja sem til eru og hvað þau kosta.
Að lokum kemur aðal valmöguleikinn, Borga með Símanum (Veldu dælu) fyrir þennan valmöguleika þarf gpsið að vera í gangi og skannar þá síminn svæðið í kringum þig. Notandi velur bensínstöð, velur dælu og staðfestir. Kerfið athuga þá með heimild og aflæsir dælunni. Notandinn þarf því ekki að fara inn í verslunina nema að hann vanti einhverjar vörur.
Þetta forrit hefur allar upplýsingar sem mig vantar. Það er stór plús að geta borgað með símanum sem er klárlega hlutur sem fleirri fyrirtæki eiga eftir að taka upp.
N1 appið er mjög sniðugt. Augljóslega er búið að eyða gríðarlegum fjármunum í að markaðssetja það og því er ekki óeðlilegt að maður spyrji sig hvort að þetta sé allt ein auglýsingabrella. Er virkilega þægilegra að borga bensín með snjallsímanum en greiðslukorti eða dælulykli?
Trackbacks & Pingbacks
[…] og er gefið út af Stokki Software, sem eru þekktir fyrir að hanna íslensk öpp á borð við N1, Nova og […]
Comments are closed.