Kenndu börnunum íslenska stafrófið með Android – Myndband

Nýlega kom út íslenskt app sem ber heitið „Stafrófið“ á Android Market. Appið er hannað af Soffíu Gísladóttur sem að eigin sögn gerði það fyrir dóttur sína til að hjálpa henni að læra stafrófið. Appið hentar ungum börnum og í raun öllum sem vilja læra íslensku. Appið er afar einfalt, maður opnar það og það fyrsta sem birtist á skjánum er stafurinn A. Ef maður ýtir á stafinn færist hann efst í vinstra hornið og mynd af apa ástamt orðinu birtist á skjánum. Ef maður ýtir svo á myndina kemur næsti stafur ásamt dæmi og svona gengur þetta fyrir sig koll af kolli. Skýr rödd les upp stafina og dæmin á hverri einustu mynd.

Appið gerir nákvæmlega það sem það ætlar sér, að kenna börnum stafrófið. Myndirnar eru allar litríkar og skemmtilegar og frumlega hannaðar. Allir stafirnir hafa augu og munn sem að gefa þeim líf og get ég vel ímyndað mér að lítil börn hafi gaman af þessu appi. Það er ekkert óþarft í því, það eina sem ég hef út á það að setja er að það er engin leið til þess að velja staf. Það er engin leið að hætta í miðju kafi og byrja aftur þar sem frá var horfið án þess að fara aftur í gegnum allt stafrófið.

Mér finnst þetta frábært framtak hjá Soffíu og ég vonast innilega til að sjá fleiri svipuð öpp. Þetta er virkilega gott dæmi um það að öpp þurfa ekki að vera flókin til þess að virka vel. Þetta app gerir nákvæmlega það sem ætlast er til af því, ekkert auka drasl og það virkar vel í framkvæmd. Meira svona!

 

Appið á Android Market

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] Simon.is. http://simon.is/2012/kenndu-bornunum-islenska-stafrofid-med-android-myndband/. Tekið af Netinu 2.3.2012 Share this:TwitterFacebookLike this:LikeBe the first to like this post. Filed under Uncategorized | Skrá ummæli […]

Comments are closed.