IntoNow – Hvað er í sjónvarpinu?

Ég má til með að kynna fyrir ykkur app sem ég sótti fyrir skömmu. Margir kannast við Soundhound og Shazam öppin sem við á Simon.is fjölluðum um um daginn. Þau notar maður til að finna hvaða lag lag er verið að spila t.d. í útvarpi eða á skemmtistað. IntoNow virkar á sama hátt, nema fyrir sjónvarpsþætti og kvikmyndir.

Appið IntoNow frá Yahoo fellur í flokk samfélagsmiðlunar (e. social networking) og gengur út á að miðla því á hvað maður er að horfa í sjónvarpinu. Við fyrstu sýn virkar þetta ekki ósvipað og Instagram nema að í stað þess að smella af ljósmynd og deila þá lætur maður símann hlusta í nokkrar sekúndur á sjónvarpið, appið finnur út hvað maður er að horfa á og deilir því. Þegar maður hefur byggt upp vinahóp og er með appið tengt við Facebook, þá lærir appið í rólegheitum inn á mann og byrjar að mæla með nýjum þáttum að horfa á. Þessi reynsla er ekki komin enn  þá hjá mér, svo ég veit ekki hvernig þetta kemur út.

Fyrir mitt leyti er það klárlega nytsamur fídus að geta fundið út á nokkrum sekúndum númer hvað þátturinn er og í hvaða seríu jafnvel. Um leið er maður kominn með link á IMDB.

 

Var á Stöð 2 þegar ég prufaði forritið í gær

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og með svo mörg öpp í snjallsíma þá er þetta eitt af þeim sem maður hefur alla tíð komist af án en er jafnframt virkilega skemmtileg og gaman að hafa. Að mínu mati er þetta eitt af þeim sem fólk ætti að hafa í snjallsímanum.

Appið er til bæði í Android og iOS fyrir iPhone og iPad.

IntoNow í Market

IntoNow í Appstore

 

IntoNow auglýsing Yahoo á Youtube

http://youtu.be/GmEiE4qcV3k