Apple slær sölumet með stæl
Í gær, þriðjudaginn 24. janúar, birti Apple óendurskoðað yfirlit yfir sölu fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi 2011 og spá fyrir fyrsta ársfjórðung 2012. Það má með sanni segja að salan hafi rokið upp því Apple setti met í sölu á iPhone og iPad tækjum.
Fyrirtækið hagnaðist um ríflega 13 milljarða dollara af 46 milljarða dollara tekjum. Hagnaður á hvern hlut er 13,87 dollarar sem er mun meira en greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um eða 10,08 dollurum.
Í skýrslunni sést að Apple seldi 37 milljón iPhone síma og 15,4 milljón iPad spjaldtölvur á síðasta ársfjórðungi miða við 16 milljónir af iPhone og 7,3 milljónir af iPad á fyrsta ársfjórðungi 2011. Það er því 128% aukning í sölu á iPhone og 111% á iPad á milli fyrstu ársfjórðunga 2011 og 2012.
Þegar allt er tekið saman þá seldi Apple fleiri iOS tæki (iPhone, iPod touch og iPad) heldur en samanlagður fjöldi allra seldra Android tækja í Bandaríkjunum.
Tim Cook má vera stoltur af þessu sölumeti og sést hann brosandi allan hringinn þessa dagana.
Heimildir:
http://images.apple.com/pr/pdf/q1fy12datasum.pdf
http://allthingsd.com/20120124/apples-monster-quarter/
http://www.techradar.com/news/computing/apple/apple-smashes-ipad-iphone-sales-records-1057290