WP7 öppin fara hugsanlega yfir 50.000 á þessu ári
Í dag eru um 45.000 öpp í boði fyrir WP7 snjallsímana. Ef þróunin heldur áfram á svipuðum nótum er möguleiki á að þessi tala fari yfir 50.000 fyrir áramótin, í síðasta lagi í janúar á næsta ári.
Í október var ár síðan Windows Phone Marketplace var opnað og voru þá komin 35.000 öpp. Á fyrsta ári sínu var Apple App Store komin með 65.000 öpp, en sú búð var reyndar opnuð heilu ári eftir útkomu fyrsta iPhone símans. Eftir eitt ár voru komin um 20.000 öpp í Android Market Place og Nokia Store fór upp í 15.000 á sínu fyrsta ári.
Samkvæmt WP7applist síðunni eru 55% þeirra appa sem í boði eru á markaðnum frí, en 30% kosta. 15% af öppunum er síðan í boði ókeypis í prufutíma. Meðalverðið á þeim öppum sem kosta er $1.77.
Það má segja að þróunin hafi verið frekar góð fyrir WP7, t.d. voru fleiri öpp í boði á fyrsta ári WP7 heldur en á fyrsta ári Android. Það má þó ekki gleyma því að Windows Marketplace er að koma inn á allt annan markað í október 2010 heldur en þegar Android opnaði sína verslun árið 2008. Engu að síður er þetta mjög jákvæð þróun og gefur WP7 stýrikerfinu byr undir báða vængi og ég persónulega vona að þessi þróun haldi áfram.
Heimildir:
WinRumors
Trackbacks & Pingbacks
[…] Stýrikerfi Eitt af því fyrsta sem fólk ætti að ákveða er hvaða stýrikerfi það vill nota. Margir hafa skoðun á því hvort að Windows eða Mac OS X sé betra og svipað er að gerast með snjallsíma í dag. Helstu stýrikerfin sem hafa náð vinsældum á Íslandi eru Android, iOS og Symbian en Windows Phone 7 (WP7) mun líklega verða vinsælla þegar fleiri öpp verða í boði síðar á þessu ári. […]
Comments are closed.