Svar Google við Siri frá Apple
Samkvæmt nýjustu fréttum er uppfærsla á Google Raddleit (e. Voice Search) væntanleg. Áætlað er að í lok þessa árs eða byrjun næsta muni koma stór uppfærsla fyrir forritið í símum og gera það samkeppnishæft á við Siri, sem kom með iPhone 4s.
Í dag er í boði í raddleitinni að þú getir leitað, hringt, búið til sms, minnisatriði, o.fl. En það sem hefur vantað alvarlega í Raddleitina er möguleikinn á því að geta talað eðlilega við símann og hann skilji þig. Núna er það þannig að þú þarft að muna ákveðnar skipanir til þess að geta látið hann framkvæma þessa hluti fyrir þig.
Þessi nýja og uppfærða útgáfa af Google Raddleit hefur fengið heitið „Majel“, í höfuðið á Majel Barrett-Roddenberry. Konan sem ljáði skipstölvunni, í Star Trek röddina sína.
Í það minnsta verður gaman að sjá hvort að þetta getið verið svarið við Siri frá Apple, eða hvort þetta verður eitthvað sem heimurinn mun geta hlegið að.
Eitt er þó víst að möguleikar til þess að tala íslensku við símann hafa aukist í ljósi þess að Google er með stærstu brautryðjundunum í því að styðja við önnur tungumál en ensku. Gott dæmi um það er þýðingarvél Google.
Heimild: Lifehacker og Android and Me