Með StreamBox7 getur þú spilað tónlist úr Dropbox möppunni þinni [WP7]

StreamBox7 appið fyrir  WP7 gerir þér kleyft að setja tónlist inn á Dropbox möppuna þína og streyma (e. stream) hana í WP7 símanum þínum. Appið virkar vel og þú getur spilað tónlist í bakgrunninum á meðan þú gerir eitthvað annað. Hægt er að láta appið vinna með Music Hub í WP7 símanum þínum með því að búið til lagalista. Appið styður bæði MP3 og WMV skrár.

StreamBox7 fæst á Windows Marketplace og kostar £0.79 (pund), það er þó hægt að prófa appið frítt sem ég mæli eindregið með að þið gerið vegna þess að þetta er algjör snilld.