Lumia 800 Dark Knight Rises – Sérstök útgáfa í takmörkuðu upplagi

Lumia 800 frá Nokia er einn umtalaðist síminn í dag. Þessi sími er fyrsta afurð samstarfs Windows og Nokia og hefur fengið feiknagóða dóma eftir útgáfu. Símon.is hefur fjallað heilmikið um gripinn undanfarið. Við sögðum frá því á dögunum að þessi sími hafi fengið verðlaun í Bretlandi og útgáfupartíið í var í stærri kantinum.

Í dag ljóstruðu Nokia því upp að mjög sérstök útgáfa af þessum síma er fáanleg í gríðarlega takmörkuðu upplagi. Um er að ræða svartan Lumia 800 með Batman merkinu grafið inn í bakhlið símans. Lumia 800 er stórglæsilegt tæki fyrir, og þessi útgáfa er ekkert að draga úr því. Það skal þó tekið fram að aðeins 40 eintök af þessari Batman útgáfu verða í boði þannig að líkurnar á því að þú eignist svona grip eru ekki miklar.

Heimildir:
GSM Arena

Slashgear

 

Fylgstu með Simon.is á Facebook

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] fjárhæðum í að kynna Nokia Lumia 800 sem kom nýlega á markað og gerðu meðal annars Dark Knight Rises útgáfu af símanum í takmörkuðu upplagi og fengu tónlistarmanninn Deadmau5 til að  lýsa upp Millbank Tower […]

Comments are closed.